Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #867

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. apríl 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Almenn erindi

1. Skjalavarsla og skjalastjórnun Vesturbyggðar 2017 - Eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands

Lagt fyrir bréf Þjóðskjalasafns Íslands dags. 27. mars 2019 um tilmæli vegan skjalavörslu og skjalastjórnar sveitarstjórnarskrifstofunnar í Vesturbyggð vegna niðurstöðu rafrænnar könnunar á skjalavörslu og skjalastjórnun hjá sveitarfélögum sem eru afhendingarskyld til safnsins. Í bréfinu er bent á að málalykill fyrir málasafn Vesturbyggðar sé ekki samþykktur, málasafni ekki raðað eftir málalyklum, tölvupóstur sem varðveita á til frambúðar sé ekki prentaður út og lagður í skjalasafn til afhendingar, skjalavistunaráætlun hefur ekki verið samþykkt og rafrænt skjalavörslukerfi ekki verið tilkynnt til safnsins.

Bæjarstjóri fór yfir þær úrbætur sem gerðar hafa verið varðandi skjalavörslu og skjalastjórnun hjá Vesturbyggð. Unnið hefur verið markvisst í flokkun og pökkun gagna sem eldri eru en 30 ára og skylt er að afhenda Þjóðskjalasafni Íslands. Þá samþykkti Þjóðskjalasafn Íslands málalykil Vesturbyggðar frá 1. mars 2019 til 29. febrúar 2024, með bréfi dags. 1. mars 2019 og er málasafni sveitarfélagsins nú raðað eftir þeim málalyklum. Drög að skjalavistunaráætlun liggja fyrir og hafa verið til vinnslu síðustu mánuði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Nr. 19-1809 skýrsla vegna félagsmiðstöðvarinnar Vest End

Lögð fram skýrsla slökkviliðs Vesturbyggðar dags. 22. mars 2019 vegna eldvarnareftirlits að Aðalstræti 73 á Patreksfirði. Frestur er veittur til 27. maí 2019 til að gera viðeigandi úrbætur.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni síðustu vikna og þau verkefni sem framundan eru.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs

Farið var yfir ferli við ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar sem auglýst var í febrúar. Umsóknarfrestur var til 8. mars sl. og bárust 8 umsóknir um starfið. Hagvangur sá um ráðningaferlið fyrir hönd Vesturbyggðar, lagði mat á umsækjendur út frá hæfniviðmiðum vegna starfsins og voru fjórir umsækjendur teknir í viðtöl.

Bæjarráð vísar ákvörðun um ráðningu til bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Skipurit Vesturbyggð

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála við innleiðingu nýs skipurits sem tekur gildi 1. maí nk.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Orlof húsmæðra 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Tekin fyrir ábending Sambands íslenskra sveitarfélaga um að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda skuli minnst vera 114,22 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag í orlofsnefnd skal greiða fyrir 15. maí nk. skv. 5. gr. laga nr. 53/1972 laga um orlof húsmæðra.

Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun 2019 og starfandi fjármála- og skrifstofustjóra falið að greiða framlagið til orlofsnefndar innan frests.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fjárhagsáætlun 2020

Lögð fyrir drög að ferli fjárhagsáætlunar 2020.

Málsnúmer18

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

Gerður Björk Sveinsdóttir, starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Skýrsla starfshóps um leikskólamál

Lagðar fram fundargerðir skólaráðs Patreksskóla og foreldraráðs Arakletts ásamt bréfi dags. 8. apríl 2019 frá kennurum við Patreksskóla. Áframhaldandi umræður um húsnæðismál leikskólans á Patreksfirði.

Bæjarráð óskar eftir því að starfshópurinn sem vann greinagerðina haldi kynningu fyrir starfsfólk Patreksskóla og Arakletts 23. apríl nk.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Hitaveitumál á Krossholtum

Forstöðumaður Tæknideildar kom inn á fundinn og fór yfir stöðu hituveitumála á Krossholti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Rafmagnsheimtaug Völuvöllur-GKB

Forstöðumaður tæknideildar kom inn á fundinn og fór yfir vinnu við rafmagnsheimtaug á Völuvelli á Bíldudal.

Bæjarráð felur starfandi skrifstofu- og fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

Í dag hefur Íslenska Kalkþörungafélagið heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn en óskað er nú eftir heimild til að auka framleiðslu kalks í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

Bæjarráð gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Styrktarsjóður EBÍ 2019

Tekið fyrir bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélag Íslands (EBÍ) dags. 25. mars 2019 þar sem vakin er athygli á að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um í styrktarsjóð félagsins til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins, svo sem athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögunum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk í sjóðinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Styrkúthlutun 2019 Vatneyrarbúðin - Minjastofnun Íslands

Tekið fyrir bréf Minjastofnunar Íslands dags. 19. mars 2019 þar sem tilkynnt er um að veittur hefur verið styrkur að upphæð 1.500.000 kr. til verkþáttarins: viðgerð og málun glugga.

Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að leita samráðs og samþykkis Minjastofnunar á tilhögun framkvæmdarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Fundargerð nr. 119 NAVE - Náttúrustofa Vestfjarða

Fundargerð 119. fundar Náttúrustofu Vestfjarða lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Flutningskerfið á Vestfjörðum - greining á afhendingaöryggi

Lögð fram til kynningar kerfisgreining Landsnets um flutningskerfið á Vestfjörðum, tengipunkt við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár, ódags. mars 2019.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Breyting á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál. - Velferðanefnd Alþingis

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 25. mars 2019 frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, 711. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Frumvarp um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál. - Atvinnuveganefnd

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. apríl 2019 frá Atvinnuveganefnd með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma, 766. mál.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Skerðing á tekjum Jöfnunarsjóðs 2020 og 2021- bókun og minnisblað

Bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs 2020 og 2021 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25