Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #869

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. maí 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

Til kynningar

1. Ársfundur Vestfjarðastofu 10. maí 2019

Lagt fyrir boð á ársfund Vestfjarðastofu, Fjórðungssambands Vestfjarðastofu, Náttúrustofu Vestfjarða og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks sem haldin verður á Þingeyri föstudaginn 10. maí 2019.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. 801. mál. Um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 11. apríl 2019 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,801. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. 798. mál. Lög um lýðskóla - Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 12. apríl 2019 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. 792. mál. Breyting á raforkulögum - 791. mál um uppbyggingu flutningskerfiss raforku - 782. mál um breytingu á raforkulögum og Orkustofnun

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 12. apríl 2019 frá Atvinnuveganefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbygginguflutningskerfis raforku), 792. Jafnframt er lagt fyrir tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál ásamt frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. 784. mál. Lög um veitingastaði, gitistaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi)

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 12. apríl 2019 frá Atvinnuveganefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald(stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. 778. mál. Lög um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 12. apríl 2019 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. 777. mál, Ákvörðun sameigilegu EES-nefndarinnar, nr. 93.2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES samninginn (þriðji orkupakkinn)

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 11. apríl 2019 frá Utanríkismálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. 775. mál. Mat á unhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 12. apríl 2019 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum(EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. 772. mál. Um skráningu einstaklinga

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 30. apríl 2019 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. 870. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

Lögð fram til kynningar drög að umsögn Vesturbyggðar um beiðni Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2019 um matsskyldu vegna framleiðsluaukningar á kalkþörungaseti í verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. á Bíldudal.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

12. Leikskólamál. Bréf frá foreldrum á Barðaströnd

Tekið fyrir öðru sinni bréf frá foreldrum leikskólabarna á Barðaströnd um opnun leikskóladeildar. Bæjarstjóri fór yfir umræður á fundi með foreldrum 8. apríl 2019. Lagt fyrir bréf foreldra dags. 4. maí 2019 þar sem áréttaður er vilji foreldra að opnuð verði leikskóladeild á Barðaströnd.

Bæjarráð telur að ekki sé unnt að opna leikskóladeild á Barðaströnd en felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa á Barðaströnd og leggja drög að reglum um dagforeldra fyrir næsta fund bæjarráðs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fjallskil í landi Vesturbyggðar sem ekki hefur verið sinnt.

Tekin fyrir erindi Matvælastofnunar dags. 1. og 8. apríl 2019 vegna fjallskila í landi Vesturbyggðar. Bæjarráð vísar erindunum til umfjöllunar í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fjallskil - kostnaður

Ásgeir Sveinsson vék af fundi.

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur ekki tekist að funda aftur um málið. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Grenjavinnsla 2019

Bæjarstjóri fór yfir framkvæmd vegna grenjavinnslu í Vesturbyggð 2019, en sex umsóknir bárust um grenjavinnslu. Bæjarstjóra falið að gera samninga um grenjavinnslu fyrir þau svæði sem umsóknir bárumst um og auglýsa aftur þau svæði sem ekki bárust umsóknir um.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Sjómannadagurinn 2019 - tillaga að samstarfssamningi og styrkur

Menningar- og ferðamálafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir umræður á fundi Sjómannadagsráðs um skipulagningu Sjómannadagsins á Patreksfirði 2019. Tekin fyrir beiðni sjómannadagsráðs um samstarfssamning. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samstarfssamnings.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Höfnun á forkaupsrétti HF-Hafey-6035 - Skipaslan bátar og búnaður

Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2019 frá Útboð ehf. Skipasalan bátar og búnaður, þess efnis hvort Vesturbyggð muni nýta sér forkaupsrétt að bátnum Hafey BA-96 skv. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

Bæjarráð staðfestir að Vesturbyggð muni ekki nýta sér forkaupsrétt og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun höfnunar á að nýta forkaupsrétt sinn að skipinu.

Ásgeir Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu máls.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Upplýsingamiðstöð - rekstur 2019

Tekin fyrir beiðni Westfjords Adventures dags. 24. apríl 2019 um samstarf um rekstur á upplýsingamiðstöð ferðamanna yfir sumartímann. Westfjords Adventures hefur gert samstarfssamning við Vesturbyggð s.l. tvö ár þar sem þeim hefur verið greiddur styrkur að upphæð 900.000 krónur. Ferða- og menningarmálaráð leggur til í bókun á 5. fundi ráðsins 30. apríl 2019 að gerður verið áfram samningur við Westfjords Adventures.

Bæjarráð staðfestir beiðnina og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

Lögð fyrir tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019. Annars vegar er um er að ræða aukin rekstrarútgjöld vegna reksturs heimtaugar að fjárhæð 50.000 kr. auk endurbóta á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Dímon á Bíldudal að fjárhæð 1.400.000 kr., samtals 1.450.000 kr. Hins vegar er um að ræða fjárfestingu í lagningu heimtaugar að fjárhæð 950.000 kr. Fjármögnun viðauka er með lækkun á áður áætlaðra fjárfestinga í götum á Bíldudal um 1.000.000 kr. og lækkun handbærs fjár um 1.400.000 kr.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Reglur um Frístund

Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs á 52. fundi 16. apríl 2019 þar sem lagðar voru fram breyttar reglur um frístund í Vesturbyggð. Bæjarráð þakkar fræðslu- og æskulýðsráðinu fyrir tillögur að breytingum og felur bæjarstjóra að gera breytingar á reglununum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál

Tekin fyrir bókun bæjarstjórnar frá 334. fundi 24. apríl 2019 þar sem bæjarráði var falið að skipa framkvæmdahóp sem heldur utan um innleiðingu og framkvæmd breyingu á Patreksskóla fyrir haustið 2019.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að í hópnum skuli sitja, Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla, Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri.

Bæjarráð felur framkvæmdahópnum að skila yfirliti yfir nauðsynlegar framkvæmdir og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund bæjarráðs.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25