Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #876

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. ágúst 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Afbrigði dagskrár: Samþykkt samhljóða að taka fyrir Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð sem 12. lið dagskrár.

Almenn erindi

1. Stefnumótun í ferðaþjónustu

Lögð fram tvö tilboð vegna vinnslu stefnumótunar í ferðaþjónustu í Vesturbyggð sem menningar- og ferðamálaráð vísaði til bæjarráðs til umfjöllunar.

Bæjarráð telur stefnumótun í ferðaþjónustu í Vesturbyggð eðlilegt framhald af vinnu við áfangastaðaáætlun Vestfjarða og vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar 2020.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Mötuneyti - Patreksskóli og Araklettur - útboð

Lögð fram útboðsgögn dags. 3. júlí 2019 í Matseld fyrir mötuneyti Patreksskóla og Araklettas á Patreksfirði 2019-2022 ásamt kostnaðaráætlun. Eitt tilboð barst í verkið upp á 117.986.565 kr. með vsk. Bæjarstjóri fór yfir samskipti við tilboðsgjafa vegna tilboðsins en það var nokkuð hærra en kostnaðaráætlun fyrir verkið gerði ráð fyrir. Lögð var fram tillaga tilboðsgjafa að lækkun einingaverðs dags. 6. ágúst 2019 ssem felur í sér að tilboð í verkið lækkar 107.264.295 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði upp á 107.264.295 kr. með vsk. og felur bæjarstjóra að ganga frá verksamningi við tilboðsgjafa til næstu þriggja ára í samræmi við útboðsgögn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ferðaþjóustan Hnjóti, umsagnarbeiðni

Lagt fram bréf sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni umsögn dags. 29. júlí 2019 um umsókn Kristins Þór Egilssonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II (gististaður án veitinga) að Hnjóti í Vesturbyggð.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir minnisblaði byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra um mannvirki og brunavarnir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Beiðni um styrk - ársskýrsla og ársreikningur 2018

Lögð fram beiðni Gólfklúbbs Patreksfjarðar dags. 28. maí 2019 um fjárstuðning og stuðning við slátt.

Bæjarráð bendir á að í fjárhagsáætlun 2019 er samþykktur styrkur að fjárhæð 300.000 kr. og felur bæjarstjór að ganga frá greiðslu styrksins til klúbbsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ósk um styrk - Félag eldri borgara V-Barðastrandarsýslu

Lagt fram bréf frá Rafn Hafliðasyni, formanni félags eldri borgara í Vestur-Barðastrandarsýslu dags. 30. júlí 2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi lækkunar eða niðurfellingu leigu í félagsheimili Patreksfjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fella niður leigu á fundarsal (litli salur) fram að endurskoðun gjaldskrár fyrir árið 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. SAMAN-hópurinn - Beiðni um fjárstyrk 2019

Lögð fram styrkbeiðni frá Saman hópnum dags. 26. júlí 2019.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Deiliskipulag - Melanes ferðaþjónusta

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi, Melanes ferðaþjónusta, dagsett 21. júní 2019. Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha svæði innan jarðarinnar Melanes við Rauðasand í Vesturbyggð. Til stendur að skipuleggja lóðir undir ferðaþjónustu, bæði gistihús og gistiskála.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með eftirfarandi lagfæringum, skýringamynd af vatnsbóli vantar, hugtakinu smáhýsi verði breytt í gistiskála og að skilgreind verði gistirými í hverri einingu. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þá samtímis verði auglýst aðalskipulagsbreyting um sama málefni.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 uppdráttur og greinargerð, dagsett 20. júlí 2019. Breytingin fjallar um breytta landnotkun frá landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Melanesi við Rauðasand. Markmið breytingarinnar er að skapa rými fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á fjórum lóðum vestan við bæjarstæðið þar sem reisa á gistihús og gistiskála fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag sem verður auglýst samtímis.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga með fyrirvara um uppfærðan fjölda gistirýma sem og að skilgreina þarf vatnsból. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Aðalskipulagsbreyting.

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin var fyrir greinargerð og uppdráttur dags. 22. júlí 2019. Um er að ræða endurupptöku á áður auglýstri breytingu sem hætt var við þar sem ekki lá fyrir staðfest hættumat af ofanflóðavörnum við Búðargil sem nú liggur fyrir. Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Hnjótur 1, Örlygshöfn, L139872 - Gerð deiliskipulags.

Tekið fyrir erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar f.h. jarðarinnar Hnjóts 1, dags. 17. júní 2019. Í erindinu er sótt um heimild til að fara í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Hnjóts 1.

Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina en mælist til þess að unnin verði skipulagslýsing í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Tillögur til að styrkja húsmæðismarkað á landsbyggðinni - Félagsmálaráðherra

Lagðar fram tillögur til að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni sem nú eru til umsagna á samráðsgátt stjórnvalda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn um tillögurnar innan frests.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Erindi frá Arnarlax hf. dags. 22. júlí 2019. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á vatnshreinsistöð á steinsteyptu plani við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Vatnshreinsistöðin samanstendur af þremur 40ft gámum, einum 20ft gám, þremur tönkum og móttöku fyrir slóg. Tveir tankanna eru ætlaðir undir laxameltu og sá þriðji er jöfnunartankur fyrir vatnshreinsistöð. Vatnshreinsistöðinni er ætlað að hreinsa frárennsli frá laxaslátrun við Strandgötu 1 með þriggja þrepa vatnshreinsun sem endar á sótthreinsun með óson.

Áætlað byggingarmagn er umfram það byggingarmagn sem deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal heimilar á lóðinni, núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 sem er fullnýtt.

Bæjarráð tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs og skipulags- og umhverfisráðs sem metur sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hafnarteigs 4, Strandgötu 6 og 7. Ennfremur er óskað umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

13. Fundargrerð nr. 123 stjórnar NAVE

Fundargerð 123. fundar Náttúrustofu Vestfjarða lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:01