Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #883

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 22. október 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

Lagt fram milliuppgjör dags. 31. ágúst 2019 fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2019. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir uppgjörið ásamt Haraldi Erni Reynissyni, endurskoðanda sveitarfélagsins. Niðurstaða A og B hluta sýnir hagnað uppá 40,1 milljón sem er 3 milljónum umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun með viðaukum fyrir sama tímabil.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Staða framkvæmda ársins 2019

Lagðar fram upplýsingar um framkvæmdir á árinu 2019 og yfirlit yfir þær framkvæmdir sem lokið verður við innan ársins. Hafnarstjóri kom inn á fundinn og fór yfir framkvæmdir á höfnum Vesturbyggðar á árinu.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og hafnarstjóra í samráði við sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa viðauka vegna þeirra framkvæmda sem ekki verður lokið á árinu 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2020

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 dags. 22 október 2019, ásamt samantekt yfir sértæk verkefni og fjárfestingar ársins 2020.

Bæjarráð vísar frekari vinnu við fjárhagsáætlunina til vinnufunda bæjarstjórnar sem haldnir verða á tímabilinu 28. október til 2. nóvember.

Málsnúmer18

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Haustþing Fjórðungssambands Vestfjarða 25. -26. október 2019

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur fram eftirfarandi ályktanir á haustþingi Fjórðungssambands Vestfjarða sem haldið verður á Hólmavík 25. - 26. október 2019.

Það er verkefni einstakra sveitarfélaga á Vestfjörðum að kanna vilja sinna íbúa til sameiningar. Bæjarráð Vesturbyggðar leggst því gegn því að stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga leiði eða beiti sér í málefnum um sameiningu sveitarfélaga skv. þingsályktun um Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitar­félaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023. Þá telur bæjarráð Vesturbyggðar að ekki sé komið að þeim tímamótum, að unnt sé að horfa til heildstæðrar sameiningar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, þar sem enn eru samgöngur innan svæða sem og á milli svæða óboðlegar. Á árinu 2019 eru enn mörg svæði og byggðakjarnar innan Vestfjarða sem ekki er unnt að horfa á sem eitt atvinnusvæði allt árið um kring. Það er því nauðsynlegt að sveitarfélögin fái það svigrúm sem þingsályktunin gerir ráð fyrir til að ræða sín á milli um frekari sameiningar og samgönguúrbætur, áður en horft verði til sameiningar Vestfjarða í heild sinni.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við Fjórðungssamband Vestfirðinga að farið verði í að vinna uppfærða heildaráætlun um jarðgangnagerð á Vestfjörðum. Í áætluninni verði metnir helstu jarðgangnakostir á Vestfjörðum og þeim forgangsraðað með tilliti til atvinnusóknarsvæða, verðmætasköpunar, sameiningu sveitarfélaga, þjónustu og samfélagslegra áhrifa. Horft verði sérstaklega til bættra samgangna með jarðgöngum innan sameinaðra sveitarfélaga, svo sem á sunnaverðum Vestfjörðum, undir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Slík jarðgangnaáætlun yrði mikilvægt gagn fyrir baráttu Vestfirðinga fyrir nútímasamgöngum og nauðsynlegt innlegg í jarðgangnaáætlun ríkisins sem nú er til endurskoðunar.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við Fjórðungssamband Vestfirðinga að skorað verði á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Vegagerðina, Skipulagsstofnun og aðra sem koma að undirbúningi bættra samgangna um Vestfjarðaveg (60) um Bíldudalsveg og Dynjandisheiði (63), að þeirri vinnu verði flýtt, þar sem opnun Dýrafjarðagangna verður að öllu óbreyttu í september 2020.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda ályktanirnar til Fjórðungssambandsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu ár 2020

Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu dags. 8. október 2019 þar sem lögð er fram fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu sem samþykkt var af stjórn Vestfjarðastofu þann 24. september 2019. Í tölvupóstinum er einnig lögð fram tillaga um árstillaga sveitarfélaga til Fjórðungssambands Vestfirðinga/Vestfjarðastofu fyrir árið 2020.

Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar Vesturbyggðar 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ljósleiðari Barðaströnd - vinnuskjöl

Davíð Rúnar Gunnarsson kom inn á fundinn og fór yfir framkvæmd við lagningu ljósleiðara á Barðaströnd.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Úttekt á Slökkviliði Vesturbyggðar 2019

Lagt fyrir bréf Mannvirkjastofnunar dags. 25. september 2019 vegna úttektar á slökkviliði Vesturbyggðar 28. maí 2019. Markmið úttektarinnar var að fylgja eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaráætlun.

Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir úttekt Mannvirkjastofnunar og lagði fram yfirlit yfir úrbætur.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs

Lögð fram tillaga menningar- og ferðamálaráðs frá 8. fundi ráðsins 6. október 2019 þar sem lagt er til að auglýst verði eftir umsóknum um styrki til ráðsins. Tilgangur styrkjanna er að efla menningar- og ferðamál innan Vesturbyggðar. Þar er gert ráð fyrir að hægt verði að sækja um fjórum sinnum á ári og stefnt að því að auglýst verði eftir umsóknum í upphafi næsta árs. Lögð fram drög að úthlutnarreglum vegna styrkjanna.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og ferðamálaráðs og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020 og felur bæjarstjóra að auglýsa úthlutnarreglurnar á heimasíðu Vesturbyggðar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Gamla smiðjan á Bíldudal

Tekin fyrir tillaga menningar- og ferðamálaráðs að farið verði í að klára skrásetningu muna gömlu smiðjunnar á Bíldudal. Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. 19100040 - Framlög til stjórnmálasamtaka 2018

Lagður fram tölvupóstur Ríkisendurskoðunar dags. 10. október 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka á árinu 2018. Þá er áréttað að sveitarfélaginu ber skylda til við greiðslu framlaga á árinu 2019 að ganga úr skugga um að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi staðið skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar í samræmi við ákvæði 8. og 9. gr.laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umbeðnar upplýsingar til Ríkisendurskoðunar innan frests.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Úrsögn úr stjórn NAVE - Þórir Sveinsson

Lögð fram tilkynning Þóris Sveinssonar dags. 30. september 2019, vegna úrsagnar úr stjórn Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) sem fulltrúi suðursvæðis Vestfjarða.

Bæjarráð Vesturbyggðar tilnefnir Guðrúnu Önnu Finnbogadóttur í stjórn NAVE og þakkar fráfarandi stjórnarmanni fyrir velunnin störf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

Lagt fyrir minnisblað bæjarstjóra dags. 17. október 2019 vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarráð skipi vinnuhóp sem undirbúi og uppfæri tillögur að sérreglum um úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð.

Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að vinnuhópurinn verður skipaður þremur fulltrúum. Hópurinn skal skila tillögum um úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð eigi síðar en 8. nóvember 2019.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Tímabundið áfengisleyfi vegna krúttmagakvölds í Félagsh. Pfj - Kolbrún Matthíasdóttir

Lögð fyrir beiðni um veitingu tímabundins áfengisleyfi fyrir Krúttmagakvöld sem haldið verður í félagsheimi Patreksfjarðar 26. október 2019.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

14. Vinnustofa Hringvegur 2, samantekt

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 30. september 2019 um vinnustofu um Hringveg 2 ásamt fylgigögnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Niðurfelling Ytri-Múlavegar nr. 6143-01 af vegskrá

Lögð fram til kynningar tilkynning Vegagerðarinnar dags. 26. september 2019, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Ytri-Múlavegar nr. 6143-01 af vegaskrá frá og með næstu áramótum og upplýst að viðhald og þjónusta vegarins verði ekki vera lengur á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Tekjustofn sveitarfélag nr. 4-1995 og sveitarstjórnarlög nr. 138-2011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 27. september 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins,sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögumúr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Fundargerð aðalfundar EBÍ

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 20. september 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Ágóðahlutagreiðsla 2019

Lögð fram til kynningar tilkynning dags. 8. október 2019 frá framkvæmdastjóra EBÍ þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu til sveitarfélagsins á árinu 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Mál nr. 16 breytingar á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 27. september 2019 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Mál nr. 22 um rannsóknir á þunglyndi eldri borgara - umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 26. september 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Mál nr. 26 breyting á lögum um virðisaukaskatt

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 26. september 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Mál nr. 35, orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 11. október 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Mál nr. 53, lög um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86.2011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 10. október 2019 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Mál nr. 41, búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 11. október 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


25. Mál nr. 101, skráning einstaklinga

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 26. september 2019 frá alsherjar- og menntamálnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


26. Mál nr. 116, upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 11. október 2019 frá alsherjar- og menntamálnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


27. Mál nr. 122 um ráððstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 25. september 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


28. Fundargerð nr. 874 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga af 874. fundi þann 27. september 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50