Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. desember 2019 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Úttekt á rekstri og skipulagi leik- og grunnskóla í Vesturbyggð
María Ósk Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Tekin fyrir fimm tilboð í úttekt á rekstri og skipulagi leik- og grunnskóla Vesturbyggðar m.a. út frá áherslum í skólasefnu Vesturbyggðar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Háskólans á Akureyri - Miðstöð skólaþróunar. Gert er ráð fyrir að vinna við úttektina hefjist í janúar 2020.
2. Úttekt á Slökkviliði Vesturbyggðar 2019
Lagt fram bréf dags. 25. nóvember 2019 frá Mannvirkjastofnun þar sem farið er yfir athugasemdir stofnunarinnar við brunavarnaáætlun Vesturbyggðar.
Bæjarstjóra falið að svara bréfi Mannvirkjastofnunar í samvinnu við slökkviliðsstjóra.
3. Samningur um veghald á þjóðvegum innan þéttbýlismarka
Lagður fyrir samningur Vegagerðarinnar og Vesturbyggð um veghald á þjóðvegum innan þéttbýlismarka, þ.e. Ketildalavegur (619) frá vegamótum Bíldudalsvegar (63) við Litlu-Eyri, um Dalbraut og Tjarnabraut að Lönguhlíð, 1,71 km. á árinu 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Vesturbyggðar.
4. Breytingar á samþykktum um mat á umhverfisáhrifum
Lagður fyrir tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 2. desember 2019 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á birtingu reglugerða á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Reglugerðirnar gera ráð fyrir að í samþykkt sveitarfélaga sé skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélags veitt vald til að taka fullnaðarákvörðun um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til samræmis við reglugerðinar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Til kynningar
5. Breyting á gjaldskrá Sorpurðurna Vesturlands 01.01.2020
Lögð fram til kynningar tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands dags. 24. nóvember 2019 um breytingu á gjaldskrá fyrir árið 2020.
6. Erindi vegna mengunar á Garðstöðum í Súðavíkurhreppi
Lagt fram til kynningar tölvupóstur Hafliða Halldórssonar, dags. 3. desember 2019 til Heilbrigðisnefndar Vestfjarða vegna mengunar á Garðstöðum í Súðavíkuhreppi.
7. Mál nr. 436, hollustuhættir og mengurnarvarnir, nr. 7-1998
Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfs- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 9. desember 2019 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál
8. Aðalskipulag Reykhólahrepps, ósk um umsögn og athugasemdum vegna breytingatillögu
Lagt fram til kynningar bréf Reykhólahrepps dags. 27. nóvember 2019, ásamt fylgigögnum vegna breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, viðbrögð við umsögnum og athugasemdum.
9. Mál nr. 383, málefni aldraðra, nr. 125-1999 (öldungaráð)
Lagður fram til kynningar tölvupóstur velferðarnefndar Alþingis dags. 4. desember 2019, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp um tillögu að breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.
10. Mál nr. 391, tekjustofnar sveitarfélaga og sveitarstjórnarlög
Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 29. nóvember 2019, þar sem er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
11. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2019
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05