Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2020
Lagt fram bréf dags. 17. janúar 2020 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 143 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu. Bæjarráð samþykkir lántökuna.
2. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.
Lögð fram samantekt úr frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði.
Kynningarfundur um skýrsluna fer fram í Baldurshaga á Bíldudal kl. 17, þann 5. febrúar nk. Bæjarráð hvetur íbúa til að mæta á fundinn og kynna sér vel skýrsluna.
3. Aðalstræti 105 - Lóð.
Lagt fram lóðablað dags. 19. nóvember 2019, þar sem afmörkuð er ný 549 m2 lóð í kringum Aðalstræti 105 á Patreksfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir lóðina.
4. Þorrablót Patreksfirði 2020 - ósk um umsögn
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 7. janúar 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um tímabundið áfengisleyfi í tilefni af þorrablóti Kvennfélagsins Sifjar í Félagsheimili Patreksfjarðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Til kynningar
6. Grunninnviðir á sunnanverðum Vestfjörðum
7. Öflun upplýsinga um afleiðingar óveðurs í þágu almannavarna
Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur Lögreglustjórans á Vestfjörðum dags. 20. desember 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um afleiðingar óveðursins 10. desember 2019.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:59