Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #891

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ)
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Vatnsból Otradal

Lagt fram erindi frá Þorvaldi Stefánssyni og Sigríði Eysteinsdóttur dags. 17. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar vegna umsóknar um styrk til Matvælastofnunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, þar sem landeigendur hyggjast endurnýja vatnsból í Otradal.

Bæjarráð telur fyrirhugaða framkvæmd landeigenda við endurnýjun vatnsbóls í Otradal uppfylla 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, að hagkvæmara sé að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum og að Vesturbyggð muni ekki nýta heimild til starfrækslu vatnsveitu á svæðinu.

Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar en felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að tilkynna bréfriturum um afgreiðslu ráðsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Útboð á sorphirðu fyrir Vesturbyggð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 21. febrúar 2020 vegna vinnu við undirbúning á útboði á sorphirðu við heimili og stofnanir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í samráði við bæjarstjóra að vinna málið áfram. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að undirbúa íbúakönnun og íbúafund um sorphirðumál í samvinnu við Tækniþjónustu Vestfjarða, Eflu og Tálknafjarðahrepp. Bæjarstjóra er falið að undirbúa tillögur að breytingum á samþykkt um meðhöndlun úrgangs og drög að umhverfisstefnu Vesturbyggðar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fyrirspurn. Mögulegt urðunarsvæði.

Lagt fram erindi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., dags. 8. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir urðunarsvæði fyrir sand, möl og kalkþörungaduft. Í erindinu kemur fram að um sé að ræða efni sem geymt hefur verið í stórsekkjum í nokkur ár fyrir utan verksmiðju félagsins á Bíldudal og hefur hlaupið í kekki og því ekki unnt að nýta það til áburðarframleiðslu. Um er að ræða náttúruleg óvirk efni, án viðbótarefna, efnafræðilegra efna eða eiturefna. Í erindinu er óskað eftir því að fá að nýta eldra efnistökusvæði ofan við Völuvöll á Bíldudal til urðunar og gengið verði frá svæðinu með mold og sáningu, fáist heimild til urðunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti á 69. fundi ráðsins en bendir á að landmótunin er framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd.

Bæjarráð frestar afgreiðslu máls og felur Hafnarstjóra að ræða við Íslenska Kalkþörungafélagið með mögulegar lausnir.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Örútboð - raforka sveitarfélög

Lagður fram tölvupóstur Ríkiskaupa dags. 20. febrúar 2020 um niðurstöður í örútboði á raforku ásamt tillögu að vali bjóðanda í útboði nr. 21075.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við Bæjarstjórn að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga - ársreikningur 2018

Lagt fyrir erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2020. Vísað er í bréf dags. 17. október 2019 þar sem óskað var eftir upplýsingum í kjölfar ársreiknigns 2018 þar sem rekstrarniðurstaða A-hluta og A- og B-hluta eru neikvæð. Sveitarfélagið sendi svarbréf til nefndarinnar 5. desember 2019 þar sem farið var yfir helstu frávik í rekstri ársins 2018, jafnframt var farið yfir hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins.

Í erindinu óskar nefndin eftir því að fá yfirlit frá sveitarstjórn um einstakar aðgerðir í rekstri sem eru þess valdandi að hagræðing nái fram að ganga eins og fjárhagsáætlun 2020-2023 ber með sér.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Félagsmiðstöðvar í Vesturbyggð - styrkbeiðni

Lögð fyrir styrkbeiðni frá félagsmiðstöðvunum Vest-End á Patreksfirði og Dímon á Bíldudal, dags. 18. febrúar 2020. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ferðar á Samfés, uppskeruhátið félagsmiðstöðva á Íslandi sem haldin er í Reykjavík.

Bæjaráð samþykkir styrk að fjárhæð 100.000 kr. til ferðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Ósk um niðurfellingu á leigu í Birkimel 23.02.2020 vegna kvenfélagasmessu.

Tekið fyrir erindi dags. 19. febrúar 2020 frá Patreksfjarðarprestakalli þar sem óskað er eftir niðufellingu á leigu á félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd í formi styrks vegna messukaffis í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambands Íslands.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Ósk um styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal ár 2020

Lögð fram styrkumsókn dags. 20. febrúar 2020 frá Félagi áhugamanna um skrímslasetur. Félagið óskar eftir styrk til reksturs Skrímslaseturs á Bíldudal.

Bæjarráð samþykkir að veita Skrímslasetrinu styrk að fjárhæð 200.000 kr.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sælundur Bíldudal, ósk um sjóvörn vegna ágangs sjávar.

Lagt fram erindi Nönnu Sjafnar Pétursdóttur dags. 13. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir því að lóð við húsið Sælund á Bíldudal verði varin fyrir ágangi sjávar m.a. vegna hækkandi sjávarstöðu og landrofs á bökkum lóðarinnar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að málinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Spurningar um þjónustu Vesturbyggðar á Bíldudal

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 17. febrúar 2020 vegna spurninga um breytingar á þjónustu Vesturbyggðar á Bíldudal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Langahlíð 18 og 20, Bíldudal

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 12. nóvember 2019 vegna beiðni Vesturbyggðar um samþykkt ráðuneytisins til sölu fasteigna að Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal með kvöð um skerta viðveru frá 1. nóvember til 30. apríl ár hvert. Ráðuneytið heimilar Vesturbyggð að selja eignir að Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal með eftirtöldum kvöðum:

a. Dvöl í húsunum er óheimil yfir vetrartímann, þ.e. frá 1. nóvember til 30. apríl, sbr. kvaðir sem settar voru á notkun húsa í Súðavík. Frávik frá þessu, hvort sem er til rýmkunar eða þrengingar á notkun eignarinnar, skulu í sérstökum tilvikum, ákveðin af lögreglustjóra í samráði við almannavarnarnefnd á svæðinu og Veðurstofu Íslands.
b. Óheimilt er að endurbyggja húsin ef þau verða fyrir umtalsverðu tjóni.
c. Verði húsin fyrir skemmdum af völdum ofanflóða mun Ofanflóðasjóður ekki greiða bætur vegna skemdanna til eigenda þeirra.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa húsin til sölu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fundur með sauðfjárbændum

Bæjarstjóri fór yfir dagskrá fundar um fjallskil með sauðfjárbændum í Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppi sem fer fram 2. mars 2020 á Patreksfirði.

Bæjarráð samþykkir að greiða kostnað við fundinn ásamt Tálknafjarðarhreppi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

13. Fundargerð stjórnar BsVest 13.01.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar BsVest 13. janúar 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerð nr. 878 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra seitarfélaga 31. janúar 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Drög að frumvarpi um eignarráð og nýtingu fasteigna

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2020 þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna sem eru til kynningar í samráðsgátt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Athugasemdir við kynnarfund Breiðafj.nefndar um framtíð Breiðafjarða og framgöngu

Lagt fram til kynningar bréf Ásgeirs Gunnars Jónssonar, dags. 28. febrúar 2020 þar sem athugasemdir eru gerðar við kynningarfundi Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar og framgöngu, yfirlýsingar og stefnu nefndarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Mál nr. 32-2020 Reglugerð um héraðsskjalasöfn, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. febrúar 2020 þar sem kynnt er til samráðs reglugerð um héraðsskjalasöfn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Umsögn um sveitarstjórnarlög og lög um tekjustofn sveitarfélaga

Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 12. febrúar 2020 þar sem kynnt er til samráðs frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Mál nr. 119 umsögn um barnalög nr. 76-2003

Lagður fram til kynningar tölvupóstur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 12. febrúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Mál nr. 262. uppbygging skóarstrandavegar, hagkvæmisathugun

Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 20. febrúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu skógarstrandarvegar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20