Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #895

Fundur haldinn í fjarfundi, 12. maí 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

Teknir eru fyrir þrír viðaukar, viðauki eitt er vegna viðbótar vegna kaupa á Slökkvibifreið, viðauki tvö er vegna sölu á flotbryggju og viðauki þrjú er vegna byggingu lokahús á Bíldudal. Með samþykkt viðaukanna lækkar fjárfesting í A hluta um 2,5 milljónir og í A og B hluta hækkar hún um 1,1 milljón. Gert er ráð fyrir lántöku uppá 5,5 milljónir. Viðaukarnir hafa þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 126,5 milljónum í 128,5 milljónir rekstrarniðurstaða A hluta breystist ekki. Handbært fé í A - hluta hækkar um 8 milljónir og í A og B hluta hækkar handbært fé um 6,4 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Áhrif Covid - 19 á fjárhagsáætlun 2020 - sviðsmyndir

Farið yfir og kynntar sviðsmyndir vegna áhrifa Covid-19 á fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt voru ræddar möglegar flýtiframkvæmdir. Bæjarráð bendir á mikilvægi framlaga jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga og mikilvægi þess að þau verði ekki skert. Sveitarfélagið reiðir sig á framlögin til að geta staðið undir lögbundnum verkefnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ísland ljóstengt - Látrabjarg

Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir mögulega flýtingu framkvæmda við lagningu ljósleiðara samhliða lagningu þriggja fasa rafmagns í fyrrum Rauðasandshreppi.

Bæjaráð er sammála um að farið verði í að flýta framkvæmdum fáist til þess frekari styrkir og bæjarstjóra og sviðsstjóra falið að vinna að málinu áfram.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ráðning skólastjóra Patreksskóla

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna ráðningar skólastjóra Patreksskóla dags. 9. maí 2020. Bæjarráð tekur undir tillögu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mælir með ráðningu viðkomandi.

Bæjarráð vísar málinu til fræðslu- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bann við hrognkelsaveiðum árið 2020

Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að stöðva fyrirvaralaust veiðar á grásleppu frá 3. maí 2020. Ákvörðun ráðherra um að stöðva nær fyrirvaralaust veiði á grásleppu hefur alvarleg áhrif á útgerðaraðila í Vesturbyggð. Margir útgerðaraðilar hafi ekki enn hafið veiði, þar sem aðstæður í sjó og vernd lífríkis ræður því hvenær unnt er að hefja veiðarnar. Í innanverðum Breiðafirði er t.d. ekki heimilt að hefja veiðar fyrr en 20. maí ár hvert. Útgerðaraðilar í Vesturbyggð voru því margir hverjir ekki byrjaðir en þeir hafa lagt út í kostnað vegna undirbúnings fyrir vertíðina og er fjárhagstjón þeirra aðila því töluvert. Þeir 15 dagar sem mælt er fyrir um í 2. gr. reglugerðar um bann við hrognkelsaveiðum bæta ekki upp þá 44 daga sem útgerðaraðilar við Breiðafjörð gerðu ráð fyrir í upphafi vertíðarinnar. Þá er óljóst af orðalagi reglugerðarinnar hvort þeim sem stunda veiðarnar verði heimilt að veiða alla þá 15 daga eða lokað verði á frekari veiði þegar ákveðnu magni afla er náð. Það er óboðlegt að útgerðaraðilar við Breiðafjörð sem fara síðastir af stað til veiða, lendi í því að bíða í von og óvon eftir því hvernig veiði gangi á öðrum svæðum.

Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoða heimild til grásleppuveiða í Breiðafirði og fjölga veiðidögum þar til samræmis við áður gildandi reglugerð. Bæjarráð skorar einnig á Alþingi að núverandi fyrirkomulag á grásleppuveiðum verði endurskoðað svo tryggt verði að þessi staða sem nú er upp geti ekki komið upp aftur.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tillögur um eflingu atvinnu í Vesturbyggð - Strandveiðifélagið Krókur

Lagt fram erindi frá strandveiðifélagiu Krók dags. 2. maí 2020 þar sem skorað er á bæjarráð að sækja um sérstaka úthlutun byggðakvóta vegna ástandsins sem nú ríkir. Því til stuðnings er vísað til skýrslu um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda frá starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta frá febrúar 2020.

Bæjarráð þakkar strandveiðifélaginu Króki fyrir tillöguna og mun taka hana til skoðunar þegar fyrir liggur hvernig unnið verður úr tillögum starfshópsins.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

Tekið fyrir erindi dags. 27. febrúar 2020 frá Valdimar Gunnarssyni fyrir hönd óstofnaðs félags um beiðni um úthlutun frístundarhúsalóða sem skipulagðar eru undir Taglinu á Bíldudal. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um verkefnið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og óska eftir fundi með forsvarsmönnum verkefnisins.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Formlegt erindi vegna umhverfisvottunar Vestfjarða

Lagt fyrir erindi verkefnastjóra umhverfisvottun Vestfjarða dags. 6. maí 2020.

Eindinu vísað til umfjöllunar til skipulags- og umhverfisráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts fyrir apríl og maí

Framlagt erindi Íslandshótela hf. dags. 26. mars 2020 þar sem óskað er niðurfellingar fasteignaskatta og fasteignagjalda vegna áhrifa COVID-19 á ferðaþjónustu. Bæjarráð Vesturbyggðar hefur ekki lagalega heimild til að fella niður fasteignaskatta og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. Bæjarstjórn hefur samþykkt reglur um frestun fasteignagjalda vegna Covid-19.

Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að svara erindinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, Hótel Látrabjarg og Aðalstræti 120 Patreksfirði

Tekin fyrir beiðni Hótel Látrabjargs dags. 19. apríl 2020 um niðurfellingu fasteignaskatta hjá Vesturbyggð fyrir Hótel Látrabjarg og Aðalstræti 120.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur ekki lagalega heimild til að fella niður fasteignaskatta.

Bæjarstjórn hefur samþykkt reglur um frestun fasteignagjalda vegna Covid-19 vegna frestun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði.

Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að svara erindinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Umsagnarbeiðni v. rekstarleyfis Flak ehf, Patreksfirði

Tekin fyrir umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum um umsókn um rekstrarleyfi fyrir Flak ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra umhverfisþjónusta hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingastaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Umsókn um stofnframlög vegna íbúða á Bíldudal

Bæjarstjóri fór yfir mögulegt samstarf með Nýjatúni ehf. vegna uppbyggingu íbúða á Bíldudal sem hluta af tilraunaverkefni í átaki í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Lögð var fram umsókn um stofnframlög til byggingar 4 íbúða á Bíldudal.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samstarfinu verði veitt stofnframlög til verkefnisins og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Lagt fyrir minnisblað um sumarátaksstörf námsmanna 2020. Vesturbyggð sendi umsókn til vinnumálastofnunar þar sem óskað var eftir því að ráða í sumarstörf í gegnum átakið. Vesturbyggð fékk úthlutað styrk til ráðningar í fjögur störf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Samstarfs- og þjónustusamningar ásamt viðaukum 2020

Lagður fyrir samstarfs- og þjónustusamningur ásamt viðaukum 2020 við Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks á Vesfjörðum.
Vísað til afgreiðslu í Bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum

Lagt fyrir erindi frá svæðisráði um gerð strandsvæðasskipulags á Vesfjörðum dags. 7. maí 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Tilnefning í fulltrúaráð Vestfjarðastofu

Lagt fyrir erindi frá Vestfjarðastofu dags. 6. maí 2020, þar sem óskað er eftir tilnefningu í fulltrúaráð Vestfjarðastofu.
Bæjarráð tilnefnir Maríu Ósk Óskarsdóttur sem aðalmann og Jón Árnason til vara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Gamla smiðjan á Bíldudal

Vesturbyggð óskaði eftir umsjónaraðilum fyrir rekstur gömlu smiðjunnar á Bíldudal. Bæjarráð felur menningar- og ferðamálaráð fullnaðarafgreiðslu á málinu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

18. Lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlag og framlag vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 28. apríl 2020 frá Jöfnunarsjóði um óvissu sem ríkir um áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs á árinu 2020. Jafnframt er tilynnt um lækkun á útgjaldajöfnunarframlagi sjóðsins og framlagi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%. Unnið verður að nýrri greiðsluáætlun sjóðsins þegar forsendur um tekjufall liggja fyrir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla fyrir tímabilið janúr til apríl 2020 vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Framlenging á samkomulagi um sorpþjónustu

Lögð fram til kynningar framlenging á samningi Vesturbyggðar við Terra umhverfisþjónsuta sem undirritaður var 28. apríl 2020. Samningurinn gildir til og með 31. maí 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Mál nr. 643. ósk um umsögn forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeli og áreitni, áætlun 2021-2025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. apríl 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Mál nr. 662, samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 8. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 707. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Mál nr. 707 breyting á barnalögum nr. 76-2003, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 6. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Mál nr. 715 eignarráð og nýting fasteigna, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 30. apríl 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga umbreytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.),715. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


25. Mál nr. 734, svæðisbundin flutningsjöfnuður, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 6. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


26. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar stjórnar Vestfjarðarstofu sem haldinn var 21. apríl 2020.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


27. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðingar 2019

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjórðungssambands Vestfjarðastofu fyrir árið 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


28. Fundargerð nr. 881 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. apríl 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


29. Fundargerð nr. 882 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. apríl 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


30. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar nr. 177

Lögð fram til kynningar fundargerð 177. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 27. febrúar 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


31. Grunur á mögulegri slysasleppingu úr kví í Eiri í Patreksfirði

Lögð fram til kynningar tilkynning Arnarlax ehf. dags. 15. apríl 2020 um mögulega slysasleppingu við Eyri Patreksfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


32. Grunur á mögulegri slysaleppingu úr kví í Hringsdal Arnarfirði

Lögð fram til kynningar tilkynning Arnarlax ehf. dags. 2. apríl 2020 um mögulega slysasleppingu við Hringsdal í Arnarfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40