Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #896

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. júní 2020 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Iða Marsibil Jónsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2020

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Rekstrarniðurstaða miðað við tímabilið er jákvæð uppá 16 milljónir sem er heldur lakari niðurstaða en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og munar þar mest um samdrátt í tekjum. Bæjarráð bendir á mikilvægi framlaga jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga og mikilvægi þess að þau verði ekki skert. Sveitarfélagið reiðir sig á framlögin til að geta staðið undir lögbundnum verkefnum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2020 vegna áætlunar 2021 - 2024 ásamt drögum að vinnudagsetningum.
Bæjarráð staðfestir reglurnar.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Efnisvinnsla - lagersvæði fyrir grjót.

Lagt fyrir erindi frá Hafnarstjóði Vesturbyggðar dags. 26. maí 2020 þar sem óskað er eftir leyfi til geymslu á grjóti sem Skering ehf. er að vinna úr námunni í taglinu á Bíldudal. Efni þetta er ætlað í fyrirhugaða landfyllingu sem til stendur að bjóða út síðsumars ásamt hafnarframkvæmdum við Bíldudalshöfn sem nú þegar hafa verið boðnar út. Erindinu fylgir umsögn frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir afnotum af svæðinu, svæðið er malarholt.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjöruhreinsun Rauðasandur 2020

Lagður fyrir til tölvupóstur dags. 22. maí sl. frá Umhverfisstofun þar sem athygli er vakin á fjöruhreinsun á Rauðasandi sem fram fer 6. júlí nk. Jafnframt er óskað eftir áframhaldandi samtarfi við Vesturbyggð en framlag sveitarfélagsins hefur m.a. verið í formi greiðslu fyrir gám og veitingar fyrir sjálfboðaliða. Bæjarráð samþykkir erindið og hvetur íbúa og aðra áhugasama til að taka þátt í hreinsuninni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsagnarbeiðni frá Sjómannadagsráði vegna tónleika í FHP

Lögð fyrir umsagnarbeiðni sýslumannsins á Vestfjörðum vegna tónleika í félagsheimilinu á Patreksfirði 5. júní 2020. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Áhrif Covid 19 á rekstur og afkomu sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf dags. 25.maí 2020 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að hafin sé vinna starfshóps sem ríkisstjórnin setti á laggirnar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga en hlutverk hans er að safna saman samtímaupplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020. Jafnframt kemur fram að óskað verður eftir upplýsingum úr fjárhagskerfum sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19 - EFS

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefn með fjármálum sveitarfélaga dags. 14. maí 2020. Í bréfinu minnir eftirlitsnefndin sveitarstjórnir á að ástunda virkt eftirlit með fjármálum og fylgjast náið með þróun rekstrarins frá mánuði til mánaðar. Jafnframt eru sveitarstjórnir hvattar til að hafa samband við eftirlitsnefndina óski þær eftir frekari upplýsingum eða leiðbeiningum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Landvarsla við Breiðafjörð 2020

Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur dags. 26. maí 2020 frá Umhverfisstofnun þar sem Umhverfisstofnun upplýsir sveitarfélög við Breiðarfjörð um að sumarið 2020 verður viðhöfð landvarsla við verndarsvæðið Breiðafjörð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. 2005002SU - Ársreikningur 2019 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Lagður fyrir til kynningar ársreikningur 2019 fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Nr. 883 Fundargerð stjórnar SÍS

Lögð fyrir til kynningar fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Mál nr. 776. Uppbygging og rekstur fráveitna nr. 9-2009, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 12. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum),776. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr. 717. Útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga, Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Mál 775. Lög um fjarskipti, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerð nr. 178 - Breiðafjarðarnefnd

Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar Breiðafjarðarnefndar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fundargerð nr. 884 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45