Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #897

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. júní 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Garðar BA

Arnheiður Jónsdóttir mætti á fundinn og fór yfir möguleg framtíðaráform vegna Garðars BA.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í menningar- og ferðamálaráði.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Jafnréttisáætlun

Lögð fram Jafnréttisáætlun Vesturbyggðar sem velferðarráð samþykkti á 31. fundi sínum 11. júní sl.

Bæjarráð staðfestir Jafnréttisáætlun Vesturbyggðar 2020-2022 skv. 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Bæjarstjóri fór yfir vinnu við undirbúning fyrir frumathugun vegne endurnýjunar hjúkarunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Þá fór Bæjarstjóri yfir þau viðbótarrými sem Vesturbyggð hefur óskað eftir að teknar yrðu til skoðunar við frumathugunina, svo sem vegna dagvistunar, félagsstarfs aldraðra og þjónustuíbúðir.

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að Tálknafjarðahreppur hafi ekki viljað koma að endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði og muni ekki standa straum af kostnaði sveitarfélaga við endurnýjun hjúkrunarrýma, þ.e. 17 % af heildarkostnaði við framkvæmdina, þar sem þjónustan er í boði fyrir alla íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

Lögð fram umsókn dags. 27. febrúar 2020 sem barst 24. apríl 2020, þar sem Valdimar Gunnarsson, Baldur Bergmann og Jens H. Valdimarsson f.h. óstofnaðs félags óska eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið úthluti 12 frístundalóðum sem skipulagðar hafa verið undir Taglinu á Bíldudal. Félagið hefur í hyggju að undirbúa lóðirnar til bygginga, koma á vatni og rafmagni og markaðssetja svæðið og selja. Erindið var tekið fyrir á 895. fundi bæjarráðs 12. maí sl. og þar var óskað eftir nánari kynningu á verkefninu. Þann 4. júní sl. kynntu Valdimar, Baldur og Jens áform sín.

Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fasteignagjöld - fyrirspurn um lækkun stuðla

Lagt fram erindi dags. 3. júní 2020 frá Rögnvaldi Johnsen þar sem þess er óskað að stuðull fasteignagjalda verði lækkaður í 0,5% vegna áhrifa af Covid-19.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Stuðull fasteignagjalda er ákveðinn ár hvert við vinnslu fjárhagsáætlunar og verður stuðullinn næst endurskoðaður í október 2020 við gerð fjárhagsáætlunar 2021 með tilliti til áhrifa af Covid-19 á ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umsagnarbeiðni v. rekstarleyfis Aðalstræti 62 ehf

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10. júní 2020 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn vegna umsóknar um leyfi til að reka gististað í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum) í Hotel West, Aðalstræti 62 á Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka gististað í flokki IV í Hotel West, Aðalstræti 62 á Patreksfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð, ósk um kynningu

Lagt fram bréf dags. 3. júní 2020 frá Birnu Friðbjörtu S. Hannesdóttur, skólastjóra Tálknafjarðarskóla um verkefnið Listasmiðjur með listamönnum í heimabyggð sem fékk nýverið veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði.

Bæjarráði líst vel á verkefnið og vísar því til menningar- og ferðamálaráðs til frekari umfjöllunar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Umsagnarbeiðni v, rekstarleyfis Félags áhugamanna um skrímslasetur

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10. júní 2020 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn vegna umsóknar Félags áhugamanna um skrímslasetur, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II (umfangslítill áfengisveitingastaður) í Skrímslasetrinu, Strandgötu 7 á Bíldudal.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til að reka veitingastað í flokki II í Skrímslasetrinu, Strandgötu 7 á Bíldudal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Undirbúningur fyrirhugaðra fosetakostningar 2020

Lögð fram kjörskrá Vesturbyggðar ásamt fylgigögnum fyrir forsetakosningar laugardaginn 27. júní 2020.

Bæjarráð staðfestir kjörskrá Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við ofanflóðavarnir á Patreksfirði.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Ársreikningur 2019 Landskerfi bókasafna hf ásamt fundarboði

Lagður fram til kynningar ársrreikningur Landskerfis bókasafna hf. fyrir 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Aflúsun á Tjaldanesi í Arnarfirði

Lögð fram til kynningar tilkynning Arnarlax dags. 4. júní 2020, þar sem er tilkynnt að dagana 9-12. júní hafi Arnarlax í samvinnu við Matvælastofnun notað AlphaMax aflúsunarefni á eldisstöð sinni við Tjaldanes í Arnarfirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Samtarf á sviði brunamála

Lagt fram til kynningar tölvupóstur dags. 28. maí 2020 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna skýrslu starfshóps um brunamál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Mál nr. 838. Þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 28. maí 2020, þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Endurnýjun þak skóla minnisblað

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 7. júní 2020 um tilfærslu fjármuna innan fjárhagsáætlunar 2020 vegna viðgerðar á þaki Patreksskóla.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 28 maí 2020

Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða 28. maí 2020, ásamt ársskýrslu heilbrigðisnefndar 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20