Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #902

Fundur haldinn í fjarfundi, 25. ágúst 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Traustur kjarni félagasamtök

Freymar Marinósson kom inn á fundinn og kynnti starfsemi Trausts kjarna, félagasamtaka sem aðstoðar fólk með geðrænar áskoranir til að ná betri tökum á heilsusamlegu líferni og komast aftur inn í samfélagið og á vinnumarkað.
Bæjarráð þakkar Freymari fyrir kynninguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Lagt fyrir minnisblað dags. 2. júlí 2020 unnið af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, efni minnisblaðsins eru forsendur fjárhagsáætlana 2021- 2024.

Farið yfir helstu forsendur rammaáætlunar 2020 og gjaldskrár Vesturbyggðar 2020 ræddar. Gjaldskrám vísað áfram til nefnda og sviða Vesturbyggðar sem falið er að koma með tillögur að breytingum á gjaldskrám ásamt tillögum að fjárfestingum, lagt fyrir á fundi bæjarráðs 5. október 2020.

Jafnframt verði drög að fjárfestingaáætlun Vesturbyggðar fyrir 2020 - 2023 lögð fyrir bæjarráð á sama fundi.

Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2021 - 2024 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi I.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög

Lögð fram gögn vegna stofnunar Bæjartúns íbúðafélags hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og laga um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999.

Bæjarráð Vesturbyggðar felur Bæjartúni íbúðafélagi hses. byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal og felur bæjarstjóra að undirrita samning við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir hönd Vesturbyggðar vegna veitingu stofnframlags ríkisins.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

Bæjarstjóri fór yfir vinnu við samning vegna úthlutunar frístundalóða úr landi Vesturbyggðar við Tagl í Bíldudal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Uppbygging gamalla húsa á Bíldudal

Lagt fram bréf Gyðu áhugamannafélags dags. 30. júlí 2020 þar sem óskað er að Vesturbyggð tilnefni fulltrúa í nefnd um uppbyggingu gamalla húsa á Bíldudal í framhaldi af kynningarfundi félagsins 13. júlí sl.

Bæjarráð tilnefnir Rebekku Hilmarsdóttur og Iðu Marsibil Jónsdóttur fyrir hönd Vesturbyggðar í nefndina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum - Saumastofan Strönd ehf.

Lagt fram bréf frá Ólöfu S. Pálsdóttur, dags. 17. ágúst 2020 þar sem óskað er eftir niðufellingu fasteignagjalda á húsnæði saumastofnunnar á Krossholtum vegna óviðráðanlegra ástæðna.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vera í sambandi við bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Vesturbyggð - Þjóðskógar

Lagt fram bréf Vestfjarðastofu um þjóðskóga á Vestfjörðum dags. 14. ágúst 2020. Í erindinu er farið yfir möguleikann á þjóðskógi í Vestur-Botni og á svæðinu við golfvöllinn á Patreksfirði. Meta þyrfti hvort um væri að ræða nytjaskjóg til skógarhöggs eða nytjaskógur til beitar. Þar er fyrirhugað sumarbústaðaland og þar myndi skapast enn betra útivistarsvæði með göngustígum, bílastæðum og bættum aðbúnaði. Þjóðskógur myndi fjölga störfum, skapa störf á nýju sviði, bæta ímynd varðandi umhverfismál, efla innviðauppbyggingu í Vestur-Botni til framtíðar.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir samtali við Vestfjarðastofu um uppbyggingu þjóðskóga í Vesturbyggð.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Mötuneyti Patreksfirði og Bíldudal - máltíðir á föstudögum

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags. 24. ágúst 2020 vegna mötuneytis í Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Í minnisblaðinu er lagt til að börnum í 1.-4. bekk standi til boða hádegisverður á föstudögum.

Bæjarráð samþykkir að bæta við máltíð á föstudögum fyrir 1. - 4. bekk. Mánaðargjald við hádegisverð mun ekki hækka við breytinguna.

Kostnaðarauki sem hlýst af breytingunni er innan fjárhagsáætlunar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Úttekt á rekstri og skipulagi leik- og grunnskóla í Vesturbyggð

Lögð fram til kynningar skýrsla Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri ásamt greiningu á rekstrarkostnaði skóla í Vesturbyggð.

Bæjarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í fræðslu- og æskulýðsráði.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2009-2017 - UMH20080025

Lögð fram til kynningar Ársskýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2009-2017.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45