Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #910

Fundur haldinn í fjarfundi, 3. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Verkefni Vestfjarðastofu

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri mætti inn á fundinn í fjarfundi og fór yfir helstu verkefni Vestfjarðastofu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2021 og 3 ára áætlun 2022-2024.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 ásamt 3 ára áætlun 2022-2024 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 9. desember nk.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2021 - gjaldskrár Vesturbyggðar

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2021.

Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2020. Leiðrétt er fyrir verkefnum sem ekki verður farið í á árinu 2020 en gert var ráð fyrir í áætlun. Viðbótarfjárfesting í Varmadælum þar sem styrkir frá orkustofnun koma að hluta til á móti og hækkun á launakostnaði í fræðslumálum. Rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður neikvæð um 1,1 milljón. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður 112,9 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 24 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 9,7 milljón og verður 62,9 milljónir

Viðaukanum er vísað áfram til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður

Lagt fram bréf Breiðafjarðarnefndar, dags. 23. nóvember sl., ásamt samantekt og niðurstöðum Breiðafjarðarnefndar eftir upplýsingaöflun og samráð um framtíð Breiðafjarðar. Í bréfinu er óskað umsagnar Vesturbyggðar um samantekt Breiðafjarðarnefndar.

Bæjarstjóra falið að skila umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Byggðarráð sveitarfélags Skagafjarðar - Málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, bókun.

Lögð fram bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 24. nóvember 2020 um þá stöðu sem komin er upp í málefnum Jöfnunarsjóðs vegna kröfu Reykjavíkurborgar á sjóðinn.

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur heilshugar undir bókunina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mál nr. 323 um fæðingar- og foreldraorlof. Ósk um umsögn.

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 25. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323.mál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður að fundinum sem snúa að mismunun foreldra af landsbyggðinni sem þurfa að sækja fæðingarþjónustu um langan veg og oft á tíðum að dvelja fjarri heimilum sínum svo vikum skiptir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Samningur um styrkveitingu til almenningssamgangna í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

Lagður fram til kynningar samningur um styrkveitingu Vegagerðarinnar til almenningssamgangna í Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppi sem undirritaður var 18. nóvember sl.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu dags. 20. nóvember 2020 þar sem tilkynnt er um sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 01.05.20 - 31.08.20. Skipt niður á hafnir, kemur eftirfarandi í hlut hafnasjóðs Vesturbyggðar:

- Brjánslækjarhöfn: 84.084 kr.
- Patrekshöfn: 3.279.293 kr.
- Bíldudalshöfn: 616.964 kr.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Bréf til sveitastjórnarfólks vegna styttingu vinnuvikunar.

Lagt fram til kynningar bréf frá ASÍ, BHM, BSRB, félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla, dags. 18. nóvember 2020 um styttingu vinnuvikunnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Mál nr. 265 um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi ífiskeldi), 265. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr. 275 um breytingar á skipulagslögum nr. 123-2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Mál nr. 187 um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega. Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Mál nr. 240 um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Mál nr. 82 um skráningu einstaklinga nr. 140-2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimili). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 19. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Mál nr. 278 um menntastefnu 2020-2030. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 19. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Mál nr. 104 um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 25. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Mál nr. 311 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir og.fl.). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 25. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Mál nr. 322 um opinberan stuðning við nýsköpun. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 27. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun,322. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Mál nr. 106 um skákkennslu í grunnskólum. Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 30. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Ársskýsla Persónuverndar 2019

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Árskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Fundargerð nr. 891 stjórnar SÍS

Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Þinggerð 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga - haust

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30