Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #913

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Áfangastaðastofa Vestfjarða

Lagður fram tölvupóstur Vestfjarðastofu dags. 13. janúar 2021 ásamt minnisblaði og drögum að samningi um stofnun áfangastaðastofu. Í minnisblaðinu er lagt til að Markaðsstofa Vestfjarða sem starfar sem deild innan Vestfjarðastofu taki við hlutverki Áfangastaðastofu Vestfjarða og óskað eftir heimild til handa stjórn Vestfjarðastofu til að staðfesta samninginn.

Bæjarráð tekur vel í tillöguna og staðfestir heimild til stjórnar Vestfjarðastofu til að undirrita samning um stofnun áfangastaðastofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Jarðgangaáætlun Vestfjarða

Lagt fram minnisblað til sveitarstjórna á Vestfjörðum um Jarðgangaáætlun Vestfjarða dags. 8. janúar 2021, ásamt drögum að jarðgangaáætlun og kynningu af fundi með bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps frá 16. janúar 2021. Óskað er eftir afstöðu Vesturbyggðar til forgangsröðunar jarðgangakosta á Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

Lögð fram uppfærð drög að reglum um dagforeldra á Barðaströnd. Ákvæði 5. gr. reglna um leyfisveitingu til daggæslu barna á Barðaströnd hefur verið skýrt í samræmi við umræður á fundi bæjarstjórnar, 21. janúar sl.

Bæjarráð Vesturbyggðar staðfestir reglurnar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýsa eftir dagforeldrum.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. 1905659 - Beiðni um umsögn vegna laxeldis Arctic Sea Farm í Arnarfirði

Lagt fram erindi Matvælastofnunar, dags. 20. janúar 2021, þar sem óskað er eftir umsögn um útgáfu rekstrarleyfis fyrir Arctic Sea Farm hf. vegna 4.000 tonna hámarkslífmassa framleiðslu á laxi á þremur svæðum í Arnarfirði; Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót. Áform Arctic Sea Farm hf. eru innan metins burðarþols Arnarfjarðar sem eru 20.000 tonn. Óskað er umsagnar Vesturbyggðar skv. 7. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008 um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af starfseminni.

Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið hafi ekki forsendur til að meta vistfræði og erfðafræðiáhrif sem leitt getur af starfseminni og mun því ekki veita umsögn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Tilfærsla eldisstarfsemi og eldissvæða Arnarlax í Arnarfirði. Ósk um umsögn

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 18. janúar 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirspurnar um matsskyldu skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum, vegna tilfærslu eldisstarfsemi á eldissvæðum í Arnarfirði við Fossfjörð yfir á eldissvæði við Haganes og breyting á legu og afmörkun eldissvæðanna við Haganes, Steinanes og Hringsdal.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á eldissvæðunum í Arnarfirði en ítrekar mikilvægi þess að litið sé til siglingaleiða við nánari staðsetningu eldissvæðanna. Þá ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að við vinnslu strandsvæðaskipulags fyrir Vestfirði sé litið til skipulags og staðsetningu eldiskvíasvæða sem og að hugað verði að því að tryggja aðliggjandi sveitarfélögunum skýra tekjustofna af eldismannvirkjum með sambærilegum hætti og gert er með önnur mannvirki á landi í formi fasteignagjalda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Mál nr. 339 um kosningalög

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 6. janúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningalög,339. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fundargerðir samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stækkaðar samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 16. desember 2019 og 11. nóvember 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Grænbók um byggðamál

Lögð fram til kynningar grænbók um byggðamál ásamt umsögn Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. UMH20010574 - Meðhöndlun úrgangs 2021-2032, drög að stefnu. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 12. janúar 2021, þar sem athygli er vakin á að drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Mál SRN20120045, breyting á ýmsum lögum vegna Covid-19 á sveitarfélög

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 6. janúar 2021, þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á sveitarfélög.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Samningur um skólaakstur skólaárið 2020-2021

Lagður fram til kynningar samningur um skólaakstur 2020-2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20