Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Stefnumótun í ferðaþjónustu
Magnea Garðarsdóttir, verkefnastjóri Vestfjarðastofu kom inn á fundinn í gegnum teams og kynnti drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar sem Menningar- og ferðamálaráð hefur haft til umfjöllunar.
2. Móttaka nýrra íbúa
Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom inn á fundinn og fór yfir móttöku nýrra íbúa í Vesturbyggð, þá þjónustu sem þegar er veitt og tillögur að því hvernig unnt er bæta þjónustuna.
3. Vetrarþjónusta á Dynjandisheiði veturinn 2020_2021
Rætt var um fyrirkomulag vetrarþjónustu um Dynjandisheiði.
Bæjarráð beinir því til Vegagerðarinnar að leitað verði allra leiða til að auka vetrarþjónustu á Dynjandisheiði þannig að heiðin sé einnig þjónustuð yfir helgar. Sú þjónusta sem veitt er á Dynjandisheiði nýtist eingöngu atvinnulífi á Vestfjörðum og hentar þjónustutími vetrarþjónustunnar illa fyrir íbúa sem leggja vilja leið sína á milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða með tilkomu Dýrafjarðaganga. Einnig leggur bæjarráð áherslu á að leitað verði leiða til að halda Bíldudalsvegi opnum ofan af Dynjandisheiði og niður í Arnarfjörð. Með aukinni vetrarþjónustu væri unnt að draga úr álagi á Bíldudalsveg yfir Hálfdán og Mikladal.
4. Umsókn um styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandasýslu
Lögð fram umsókn Sögufélags Barðastrandarsýslu móttekin 15. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir 120.000 kr. styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2019.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
5. Umsókn um styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandasýslu ár 2020
Lögð fram umsókn Sögufélags Barðastrandarsýslu dags. 11. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir 140.000 kr. styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2020.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
6. Brunavarnaráætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - eftirfylgni
Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 17. febrúar 2021 vegna brunavarnaráætlunar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum varðandi eldvarnareftirlit, stjórnendavakt slökkviliðanna og vinnu við brunavarnaráætlun sveitarfélaganna.
Bæjarráð Vesturbyggðar vísar erindinu til umfjöllunar í Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps.
7. Mál nr. 509 ósk um umsögn um breytingu á hafnalögum (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)
Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 23. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur,gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um frumvarpið.
Til kynningar
8. Skýrsla vegna máls nr. 21-0023 - Aðalstræti 53
Lögð fram til kynningar niðurstaða úr eldvarnaskoðun í Patreksskóla, efri bygging, Aðalstræti 53, á Patreksfirði. Bæjarstjóri upplýsti að unnið væri að úrbótum í samræmi við niðurstöðu skoðunarinnar af hálfu Umhverfis- og framkvæmdasviðs í samráði við skólastjóra.
9. Skýrsla vegna máls 21-0098 - Aðalstræti 53
Lögð fram til kynningar niðurstaða úr eldvarnaskoðun í Patreksskóla, neðri bygging, Aðalstræti 53, á Patreksfirði. Bæjarstjóri upplýsti að unnið væri að úrbótum í samræmi við niðurstöðu skoðunarinnar af hálfu Umhverfis- og framkvæmdasviðs í samráði við skólastjóra.
10. Bréf til allra kjörinna fulltrúa - Vegna aðalfundar Lánasjóðsins ár 2021
Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 8. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir tilnefningum og/eða framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðsins.
11. Tillaga minni sveitarfélaga vegna frumvarps um íbúalágmark
Lögð fram til kynningar tillaga minni sveitarfélaga, febrúar 2021. Þar er lagt til ákvæði í stað ákvæðis í frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem snýr íbúalágmarki sveitarfélaga.
12. Mál nr. 504 um áfengislög (sala á framleiðslustað). Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
13. Mál nr. 137 um breytingu á vegalögum, nr. 80-2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir). Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir), 137. mál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42