Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #923

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 22. júní 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Hugmyndir um héraðsskjalasafn - kynning

Edda Kristín Eiríksdóttir og Alda Davíðsdóttir komu á fund bæjarráðs og kynntu hugmyndir að stofnun héraðsskjalasafns.
Bæjarráð þakkar Eddu Kristínu og Öldu fyrir góða kynningu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Móttaka nýrra íbúa

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og ráðgjafi félagsþjónustu komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu verkefna er snúa að móttöku íbúa í sveitarfélaginu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Heilsustígar

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins heilsustígar í Vesturbyggðar. Einnig lögð fram drög að samningi um hönnun og ráðgjöf við teiknistofuna Storð ehf. um heilstustíga í Vesturbyggð.

Bæjarráð fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

Lagt fyrir nýtt tilboð í verbúðina, Patrekfirði. Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra og hafnarstjóra að kynna tilboðsgjöfum nýtt gagntilboð.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Rekstur og fjárhagsstaða 2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir fjárhagsupplýsingar sem teknar voru saman fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga að beiðni samgöngu- og sveitarstjornarráðherra. Beiðnin var lögð fyrir á 919. fundi bæjrráðs Vesturbyggðar.

Útsvarið fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins er nokkuð betra en áætlun gerði ráð fyrir eða um 23 milljónir. Launakostnaður er 1,8 milljón yfir áætlaðri tölu og fjárhagsaðstoð um 800 þúsund yfir áætlun.
Búið er að framkvæma fyrir um 33 milljónir í lok apríl.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum

Lögð fram skýrsla starfshóps um Dynjandisþjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt drögum að viljayfirlýsingu um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum dags. 22.06.2021. Einnig lagt fram minnisblað frá Orkubúi Vestfjarða dags. 9. júní 2021.

Bæjaráð staðfestir viljayfirlýsinguna.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Umsagnarbeiðni gistileyfi - Móra ehf. Stóra-Krossholti Patreksfirði

Lagt fram bréf sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum dags. 8. júní 2021 með beiðni um umsögn vegna umsóknar um gististað í flokki 2- C (minna gistiheimili) að Krossholti, 451 Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra umhverfisþjónustu hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gistiheimilisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli

Lögð fram kerfisáætlun 2021-2030, þar sem bætt hefur verið við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Umsagnafrestur um áætlunina er til 30. júlí nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Tilkynning til Vesturbyggðar - ósk um álit vegna lokunar Siglunesvegar nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja.

Lagt fram bréf dags. 1. júní 2021 frá Gísla Gunnari Marteinssyni vegna fyrirhugaðarar lokunar á Siglunesvegni nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja. Í erindinu er óskað eftir áliti Vesturbyggðar á því að veginum verði lokað þar sem ekki liggi fyrir hver er veghaldari eftir að Vegagerðin sagði sig frá veginum og því ekki ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi.

Bæjarráð vísar málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Þróunarþorpið á Vatneyri

Lögð fram tillaga að skipun í stýrihóp verkefnisins Þróunarþorpið á Vatneyri. Bæjarráð staðfestir að í stýrihópnum skuli sitja bæjarstjóri, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir og menningar- og ferðamaálafulltrúi Vesturbyggðar ásamt starfsmanni Vestfjarðastofu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

11. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Lagt fram til kynningar bréf forsætisráðuneytisins og sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. maí 2021, þar sem sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að koma áætlun um aðgerðir vegna forvarna meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni árin 2021-2025 til framkvæmdar. Einnig lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. júní 2021 um hlutverk skólaskrifstofa, skóla og annarra stofnana sveitarfélaga og stuðningur við aðgerðir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Tilfærsla eldisstarfsemi og eldissvæða Arnarlax í Arnarfirði.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur skipulagsstofnunar dags. 11. júní 2021, þar sem tilkynnt er ákvörðun stofnunarinnar um matsskyldu á breytingu á eldissstarfsemi og eldissvæðum Arnarlax í Arnarfirði. Niðurstaða stofnunarinnar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum og er kærufrestur til 12. júlí nk.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Útgáfa á breyttu starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Lagt fram til kynningar tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 4. júní 2021, þar sem tilkynnt er um útgáfu á breyttu starfsleyfi Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Þinggerð 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Lögð fram til kynningar þinggerð 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fundargerð nr. 899 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30