Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #924

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 6. júlí 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

Lagt fyrir nýtt kauptilboð í verðbúðina Patrekssfirði uppá 23.000.000 frá Einari Óskari Sigurðssyni, Guðnýju Gígu Skjaldardóttur, Höllu Guðrúnu Jónsdóttur og Patreki Smára Þrastarsyní.

Bæjarráð samþykkir tilboðið með tveimur atkvæðum, MJ víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Upplýsingastefna Vesturbyggðar 2021

Lagt fyrir minnisblað dags. 28. júní sl. unnið af bæjarstjóra Vesturbyggðar ásamt drögum að upplýsingastefnu Vesturbyggðar.

Bæjarráð tekur undir orð bæjarsstjóra sem fram koma í minnisbaðinu þar sem teyminu eru færðar bestu þakkir fyrir fagleg og góð vinnubrögð við gerð að drögm að upplýsingastefnu.

Bæjarráð felst jafnframt á þá tímalínu sem er lögð fram, en hún er eftirfarandi:

- Júlí og ágúst, bæjarráð og fastanefndir Vesturbyggðar taka drögin til umfjöllunar og skila ábendingum og athugasemdum til bæjarstjóra.
- September, Uppfærð drög í samræmi við athugasemdir lagðar fyrir bæjarráð.
- Október, Bæjarstjórn Vesturbyggðar fjallar um drögin og staðfestir upplýsingastefnuna, hún birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt starfsmönnum.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga

Lögð fyrir lokadrög að samfélagssáttmála um fiskieldi á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita sáttmálann fyrir hönd Vesturbyggðar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Viðauki við innviðagreiningu Vesturbyggðar

Lögð fyrir drög að viðauka við innviðaskýrlu Vesturbyggðar dags. 7. júní 2021.

Bæjarráð samþykkir drögin og óskar eftir því að þau verði birt á heimasíðu sveitarfélagsinsins þar sem óskað verði eftir ábendingum frá íbúum og fyrirtækjum á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Örlygshafnarvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 1. júlí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýbyggingu Örlygshafnarvegar (612) um Hvallátra. Um er að ræða nýbyggingu á um 2 km kafla á Örlygshafnarvegi um Hvallátra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi í gegnum húsaþyrpingu á Hvallátrum og færa umferðina úr byggðinni. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 sem og deiliskipulag Látrabjargs. Ákvörðun um matsskyldu lá fyrir 7. ágúst 2020 þar sem framkvæmdin var ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð tók umsóknina fyrir á 86. fundi sínum þann 3. júlí sl. þar sem það lagði til við bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki landeigenda að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð skv. umboði bæjarstjórnar, staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki landeigenda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Vestfjarðavegur (60) um Dynjandsheiði, Penna - Þverdalsvatn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 28. júní 2021 þar sem sótt er um viðbót við framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. ágúst 2020. Um er að ræða framlengingu á núverandi framkvæmd upp fyrir Norðdalsá á Dynjandisheiði frá stöð 9.450 að stöð 10.900 á Vestfjarðavegi. Einnig þarf að breyta vegi við gatnamót Bíldudalsvegar á um 600 metra kafla.

Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 86. fundi sínum þann 3. júlí sl. þar sem það lagði til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita viðbót við núverandi framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð skv. umboði bæjarstjórnar, staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að veita viðbót við núverandi framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að ekki verði tafir á vegagerð um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg og vísar í bókun sveitarfélaganna á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjarða ásamt Vestfjarðastofu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Áhaldahús Bíldudal

Lagt fyrir minnisblað dags. 1. júlí 2021 unnið af sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi húsnæðismál fyrir áhaldahús á Bíldudal.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og hafnarstjóra að kanna með mögulega samstarfsaðila um byggingu iðnarhúss á Bíldudal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Vatneyrarbúð, Patreksfirði

Lagt fyrir til kynningar minnisblað dags. 1. júlí sl. unnið af sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem farið er yfir framkvæmdir við Vatneyrarbúð.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Óskað eftir sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftlagsmálum

Lagt fyrir til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 18.06.2021 þar sem óskað er eftir sveirtarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftlagsmálum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum

Lögð fyrir til kynningar lokaskýrsla um Dynjandisþjóðgarð ódags. í júní 2021 ásamt skilabréfi dags. 21. júní 2021.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Viðhorfskönnun um stafræn samstarfsverkefni sveitarfélaga og niðurstaða greiningar um stafræna stöðu sveitarfélaga

Lögð fyrir til kynningar viðhorfskönnun um stafræn samstarfsverkefni sveitarfélag og niðurstaða greiningar um stafræna stöðu sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:27