Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #928

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. september 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Iða Marsibil Jónsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagður er fyrir viðauki 7 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021 ásamt minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust stjórn Byggðasamlagsins fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr. Viðaukanum er mætt með hækkunum framlaga jöfnunarsjóðs sem nemur sömu fjárhæð með vísan í uppfærða áætlun jöfnunarsjóðs sem birt var í júní 2021.
Bæjarstjórn tók málið fyrir á 363. fundi sínum þar sem því var vísað til gerðar viðauka.
Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar til bæjarstjórnar.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Rekstur og fjárhagsstaða 2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Rekstrarniðurstaða miðað við tímabilið er jákvæð uppá 2.500 þ.kr. sem er betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og munar þar mest hækkun útsvars og framlaga úr jöfnunarsjóði. Launakostnaður vegna fræðslumála er nokkuð yfir áætlun eða um 5,8% og er rekstur þjónustumiðstöðva lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Verkefnið Barnvæn sveitarfélög

Lagt fyrir erindi UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytisins dags. 2.september 2021 þar sem vakin er athygli á innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sveitarfélögum stendur til boða að taka þátt í verkefninu um Barnvænt Ísland sem miðar að því að innleiða sáttmálann.

Bæjarráð tekur vel í verkefnið og óskar eftir því að fá frekari kynningu á því.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skólastefna Vesturbyggðar

Farið yfir mögulega endurskoðun á skólastefnu Vesturbyggðar sem er frá árinu 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og vísar því jafnframt til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Alþingiskosningar 2021

Leiðrétt kjörskrá vegna Alþingskosninga 2021 lögð fyrir til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir kjörskránna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Innleiðing heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Erindi sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. september 2021 vegna innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022 lagt fyrir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði

Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga ásamt deildarstjóra framhaldsdeildarinnar á Patreksfirði kom inn á fundinn til að ræða framhaldsdeildina á Patreksfirði.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Styrkumsókn - íslenskt strandblaklið stefnir á Ólympíuleika

Lögð fram umsókn Telmu Daggar Grétarsdóttur um styrk vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins í strandblaki á ólympíuleikum. Erindið hafði áður verið tekið fyrir á fundi fræðsluráðs þar sem því var vísað áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Patreksfjarðarprestakall - Ósk um styrk fyrir fermingarbörn vegna ferðar í Vatnaskóg

Lögð fyrir styrkbeiðni frá Kristjáni Arasyni sóknarpresti, dags. 14. september 2021 vegna ferðar fermingabarna í Vatnaskóg.

Bæjarráð samþykkir að veita 80 þ.kr. styrk til ferðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs

Lagðar fram breytingar á úthlutunarreglum á styrkjum menninga- og ferðamálaráðs.

Bæjarráð samþykkir breyttar reglur og vísar þeim áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Ósk um fjárstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur

Lagt fram erindi frá Bókstaf ehf. dags. 19. maí 2021, varðandi styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. fyrir útgáfu á sögu vegagerðar í vesturhluta Barðarstrandarsýslu.

Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vera í sambandi við bréfritara og vísa honum á styrki menningar- og ferðamálaráðs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2021

Lögð fram möguleg verkefni um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Menningar- og ferðamálaráð fjallaði um verkefnin á síðasta fundi ráðsins.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um eftirfarandi verkefni:
- Sundlaugin Krossholtum / Laugarnesi. Sótt verður um styrk fyrir byggingu á aðstöðu fyrir sundlaugargesti.
- Kolabryggja. Sótt verður um styrk fyrir hönnun á skemmtibryggju á svipuðum slóðum og gamla kolabryggjan stóð ásamt því að skapa aðstöðu fyrir sjótengda útivist.
- Bryggjuhverfi á Bíldudal. Sótt er um styrk fyrir frumhönnun og skipulagi við bæjarmynd Bíldudals við Hafnarbraut ásamt því að greina þau tækifæri og þá starfsemi sem unnt er að byggja upp á svæði við hlið Bíldudalshafnar. Gert er ráð fyrir að til verði einstök götumynd gamalla húsa og hafnarsvæði sem muni auka afþreyingu og þjónustu. Hluti verkefnisins felst einnig í því að frumhanna og tengja við hið nýja svæði sundlaug og sjósundaðstöðu.
- Merkingar á höfninni á Patreksfirði. Sótt verður um styrk fyrir hönnun, gerð og uppsetningu upplýsingarskilta á höfninni á Patreksfirði. Skiltin munu þannig leiðbeina gestum skemmtiferðaskipa um svæðið og þannig auka jákvæða upplifun þeirra af svæðinu ásamt því að tryggja öryggi varðandi vinnusvæðið sem höfnin er.
- Uppbygging húss Gísla á Uppsölum. Sótt er um styrk fyrir uppbyggingu á Uppsölum til að fólk geti heimsótt bæinn.
- Garðar BA. Sótt er um styrk til gerðar á deiliskipulagi varðandi svæðið í kringum Garðar BA sem stendur í Skápadal, Patreksfirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

13. Fundargerð nr. 900 stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Grænbók um fjarskipti

Lögð fyrir til kynningar tölvupóstur dags. 1. september 2021 þar sem sveitarfélaginu er þökkuð innsend umsögn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr.22-2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140-2013

Lögð fyrir til kynningar erindi dags. 1. september 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar ásamt umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13. september 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:56