Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #932

Fundur haldinn í fjarfundi, 7. desember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Sameining sveitarfélaga - könnun á hagkvæmni

Lögð fram lokaskýrsla RR Ráðgjöf um Könnun á sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Róbert Ragnarsson kom inn á fundinn og fór yfir skýrsluna.

Skýrslunni er vísað áfram til bæjarstjórnar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

Lagt fram erindi Tálknafjarðarhrepps dags. 26. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum, þ.e. öllum nema Ísafjarðabæ.

Bæjaráð þakkar Tálknfirðingum fyrir erindið en telur ótímabært að hefja viðræður við öll þau sveitarfélög sem tilgreind eru í erindinu.

Á grundvelli skýrslu um hagkvæmni sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, er sveitarfélagið tilbúið til viðræðna um eitt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð tekur undir orð Tálknfirðinga að með auknum fjölda byggðakjarna verði til sterkari eining og líst vel á hugmyndir um að komið verði á fót heimastjórnum sambærilegum og í Múlaþingi.

Erindinu vísað til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021. Fjárfestingar á Bíldulshöfn eru lækkaðar um 39.090.000 kr og framlag ríkis þar á móti um 21.500.000 kr. Nettó nemur lækkun fjárfestingar á Bílddalshöfn 17.590.000 kr. Lántökur í eignarsjóði eru lækkaðar um 99.000.000 kr. og framlög úr jöfnunarsjóði eru hækkaðar um 27.484.000 sem er í samræmi við áætlanir jöfnunarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2022-2025

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2022 og 3 ára áætlun 2023-2025.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 ásamt 3 ára áætlun 2023-2025 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 15. desember nk.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fjárhagsáætlun 2022 - gjaldskrár Vesturbyggðar

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2022.

Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Innkaupareglur og innkaupastefna Vesturbyggðar

Lögð fram drög að innkaupastefnu Vesturbyggðar. Markmið stefnunnar er að stuðla að hagkvæmni í rekstri og hvetja um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífið, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi. Þá voru lögð fram drög að innkaupareglum Vesturbyggðar á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Reglurnar taka til allra innkaupa sveitarfélagsins.

Bæjarráð staðfestir innkaupastefnu og innkaupareglur Vesturbyggðar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Verðskrá Póstsins

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við breytta verðskrá Póstsins sem tók gildi 1. nóvember 2021 í kjölfar breytinga á lögum um póstþjónustu í júní 2021. Með breytingunni er ekki lengur kveðið á um niðurgreiðslu ríkissjóðs af hluta þess kostnaðar sem fellur til við að koma pósti til hinna dreifðari byggða á landsbyggðinni. Breytt verðskrá Póstsins mun hafa verulega neikvæð áhrif á íbúa í Vesturbyggð með mikilli hækkun kostnaðar vegna póstsendinga.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar rædd.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Áminning um tækifæri að bættu aðgengi

Lögð fram kynning frá Guðjóni Sigurðssyni, aðgengisfulltrúa Öryrkjabandalags Íslands. Einnig er lagt fram erindi frá Guðjóni, þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðgengisfulltrúa Vesturbyggðar.

Bæjarráð skipar félagsmálafulltrúa Vesturbyggðar sem aðgengisfulltrúa Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2021

Lögð fram drög að samningum við fiskeldissjóð vegna úthlutunar styrkja úr sjóðnum.

Bæjarráð staðfestir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samningana fyrir hönd Vesturbyggðar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

11. Innviðir á Krossholtum

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Hagsmunasamtaka fasteignaeigenda á Krossholtum (HFK) og fulltrúum Vesturbyggðar sem fór fram 2. desember sl.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga í úrgangsmálum

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga í úrgangsmálum og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerð nr. 903 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fór fram 26. nóvember 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Breiðafjarðarnefnda, 195. fundar 12. október 2021 og 196. fundar 9. nóvember 2021.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55