Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #938

Fundur haldinn í fjarfundi, 29. mars 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Samþykktir um stjórn Vesturbyggðar - endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um stjórn Vesturbyggðar sem kynntar voru á heimasíðu sveitarfélagsins 17. - 25. mars sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust um drögin. Rætt var um gildistöku ákvæðis um heimastjórnir og framkvæmd íbúakosninga skv. sveitarstjórnarlögum. Bæjarstjóra falið að uppfæra drögin og þeim vísað til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Rætt um stöðu undirbúnings fyrir endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og viðbótarrými sveitarfélagsins fyrir félagsstarf aldraðra. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á 359. fundi sínum 28. apríl 2021 að taka þátt í kostnaði við endurbætur á hjúkrunarrýmum. Stýrihópur bæjarstjórnar hefur rýnt þau gögn sem liggja fyrir, m.a. frumathugun á hjúkrunarrýmum og viðbótarrými sem gerir ráð fyrir að kostnaður sveitarfélagsins sé 513 millj. kr. sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins. Í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er unnið að sérfræðiáliti til að meta áhrif á fjárhag sveitarfélagsins til lengri tíma og áhrifum af rekstrarkostnaði. Stefnir stýrihópur bæjarstjórnar á að tillaga um viðbótarrými sveitarfélagsins samhliða endurnýjun hjúkrunarrýma muni liggja fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Orkumál á Vestfjörðum

Rætt var um tillögur starfshóps umhverfis- og orkumálaráðherra um orkumál á Vestfjörðum, sem kynntar voru á íbúafundi þann 20. mars 2022.

Bæjarráð fagnar vinnu nefndarinnar og hvetur íbúa til að mæta á málþing um orkumál á Vestfjörðum sem haldið verður 6. apríl nk. á Ísafirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Rætt um fund svæðisráðs um vinnu við strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum, en fundurinn fór fram 22. mars sl. með hafnar- og sveitarstjórnum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð hvetur íbúa í Vesturbyggð til að kynna sér vel þau gögn sem þegar hafa verið birt inná hafskipulag.is

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Upplýsingaöryggisstefna Vesturbyggðar

Lögð fram drög að uppfærðri upplýsingaöryggisstefnu Vesturbyggðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Vestfjarðavíkingurinn 30 ára, ósk um styrk

Lagt fram erindi frá félagi Kraftamanna, dags. 15. mars 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga á Vestfjörðum vegna Vestfjarðarvíkingsins 2022 sem fer fram á Vestfjörðum/Vesturlandi 2. - 5. júlí nk.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Styrktarsjóður EBÍ 2022

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 24. mars 2022, þar sem vakin er athygli á styrktarsjóði EBÍ 2022. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálaum í aðildarsveitarfélögum.

Bæjarstjóra falið að undirbúa umsókn um styrk.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Endurskipulagning sýslumannsembætta

Lagt fram bréf dómsmálaráðherra dags. 21. mars 2022 vegna endurskipulagningu sýslumannsembætta sem miða að því að sameina embætti landsins í eitt. Meginmarkmið breytinanna verður að efla núverandi starfsemi þannig að úr verði öflugar og nútímalegar þjónustueiningar. Þannig verði elfd núverandi starfsemi og styrktar þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir mikilvægi þess að efla starfsstöðvar sýslumanns á landsbyggðinni. Að mati bæjarráðs er mikilvægt að efla núverandi þjónustueiningu sýslumanns á Patreksfirði og tekur bæjarráð jákvætt í þær hugmyndir sem tilgreindar eru í erindi dómsmálaráðherra að auka áherslu á stafræna þjónustu og fjölgun verkefna um land allt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, 6. apríl 2022

Lagt fram til kynningar boð á 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori sem fer fram 6. apríl nk. á Ísafirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf Tálknafjarðarhrepps dags. 11. mars 2022 vegna erindis um sameiningu sveitarfélaga.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Húsnæðissjálfseigarstofnun á landsbyggðinni

Lögð fram fundargerð stofnfundar Húsnæðissjálfseignarstofnun Brák hses. sem fór fram 23. febrúar sl.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Áskorun frá sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2

Lögð fram til kynningar áskorun frá sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Bréf sambandsins v. umsögn í samráðsgátt - sveitarstjórnarlög íbúakosningar

Lögð fram til kynningar umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. mars 2022 um frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar o.fl.).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Mál nr 418 um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030

Lögð fram til kynningar beiðni velferðarnefndar Alþingis dags. 24. mars 2022 um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Mál nr 450 um rafrettur og áflyllingar fyrir rafrettur ( nikótínvörur)

Lögð fram til kynningar beiðni velferðarnefndar Alþingis dags. 24. mars 2022 um frumvarp til laga rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2022

Lagðar fram til kynningar umsóknir Vesturbyggðar í fiskeldissjóð. Sótt var um styrki til eftirfarandi verkefna:

- Áhaldahús og slökkvistöð á Bíldudal
- Stækkun leikskóla á Pateksfirði
- Öryggi gangandi vegfarenda Patreksfirði
- Innviðauppbygging á landfyllingu á Bíldudal
- Vatnsöryggi í Vesturbyggð - seinni áfangi
- Sundaðstaða á Bíldudal

Samtals var sótt um styrki til Fiskeldissjóðs 2022 að fjárhæð 139.451.074 kr.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 612003

Lagðar fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar dags. 21. mars 2022 og umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hafnarsambandsins og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 21. mars 2022 um drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Styrkvegir 2022 umsóknir

Lagðar fram til kynningar umsóknir Vesturbyggðar um styrkvegi á árinu 2022. Umsóknirnar taka til eftirtalinna vega innan Vesturbyggðar:

- Uppsalir Arnarfirði
- Strandgata, Patreksfirði
- Slóði að berjasvæði ofan við Bíldudal
- Skógrækt Patreksfirði Wembley
- Siglunes,Barðaströnd
- Keflavík
- Haganes Arnarfirði
- Grænahlíð-Selárdalur
- Barðaströnd - Brjánslækur - Baldur

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Mál nr 57 um fjöleignarhús (gæludýrahald) ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar beiðni velferðarnefndar Alþingis dags. 9. mars 2022 um umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Mál nr 415 um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, ósk um umsókn

Lögð fram til kynningar beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 10. mars 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2045, 415. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Mál nr 71 um almannatryggingar ( skerðing á lífeyri vegna búsetu) ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar beiðni velferðarnefndar Alþingis dags. 28. febrúar 2022 um umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Mál nr 51 um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar beiðni velferðarnefndar Alþingis dags. 2. mars 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Mál nr 78 um tekjustofna sveitarfélaga ( gjaldstofn fasteignaskatts) ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dags. 7. mars 2022 um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldstofn fasteignaskatts), 78. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Mál nr 416 um eignarráð og nýtingu fasteigna ( óskipt samland, landamerki o.fl, ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 10. mars 2022 um umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30