Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #945

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. ágúst 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir staðgengill bæjarstjóra

Almenn erindi

1. Stekkjareyri - umsókn um lóð

Lögð fyrir umsókn Skotíþróttafélags Vestfjarða dags. 1.júlí 2022 um lóð undir skotæfingasvæði fyrir Skotíþróttafélagið. Óskað er eftir lóðinni að Stekkjareyri í Patreksfirði.
Forsvarsmenn félagsins komu inná fund ráðsins og kynntu hugmyndir sínar.

Bæjarráð ferlur byggingafulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka málið til nánari skoðunar með Skotíþróttafélaginu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi FHP Blús milli fjalls og fjöru

Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgigögnum dags. 8.ágúst 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um leyfi til að halda blústónleika í Félagsheimili Patreksfjarðar 2. og 3. september nk.

Bæjarráð Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Styrkvegir 2022 umsóknir

Sviðsstjóri umhverfis- og framvæmdasviðs Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir umsóknir til Vegagerðarinnar á árinu 2022 um styrkvegi og svar Vegagerðarinnar.

Styrkurinn verður nýttur í samráði við Vegagerðina.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Umsókn um styrk til Umhverfis- og auðlindaráðunetið Fráveituframkvæmdir

Lagt fram til kynningar svar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna umsóknar Vesturbyggðar um styrk til fráveituframkvmæmda. Ráðuneytið samþykkir styrk allt að 30% af framkvæmdakostnaði vegna ársinns 2022 í samræmi við áætlun þar um.

Verkáætlun hefur ekki verið fjármögnuð af Vesturbyggð, um nýframkvæmd er að ræða á árinu 2022 sem ekki var til umræðu á árinu 2021 við vinnslu fjárhagsáætlunar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fundargerð aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum

Lögð fyrir til kynningar fundargerð aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn var 18. júní sl.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftlafsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur dags. 23. ágúst 2022 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðneytisins þar sem sveitarfélögum er gefin kostur á að senda skipuðum starfshópi sín sjónarmið er varða uppbyggingu vindorkuvera.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Eftirlit - Niðurstöður sýnatöku vegna Vatnsveita Bíldudals 21.7.2022

Lögð fyrir til kynningar niðurstöður sýnatöku vegna vatnsveitu Bíldudal 21.júlí 2022.
Neysluvatnið stenst gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Eftirlit - Niðurstöður sýnatöku vegna Vatnsveita Patreksfirði 21.7.2022

Lagt fyrir til kynningar niðurstöður sýnatöku vegna vatnsveitu Patreksfirði 21.júlí 2022. Neysluvatnið stenst gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00