Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #947

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. september 2022 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál

Í ljósi þess að fyrirséð er að skortur verður á leikskólaplássum á Patreksfirði og er í raun þegar orðin hafa starfsmenn sveitarfélagsins unnið að tillögum að lausnum sem miða að því að fjölga leikskólaplássum á Arakletti. Lagt er til að keyptar verði ævintýraborgir, sem er sérútbúið húsnæði fyrir leikskóla með góðan aðbúnað fyrir börn og starfsfólk. Um er að ræða 144 m2 húsnæði sem yrði staðsett við norðurhlið leikskólalóðar. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í febrúar 2023. Heildarkostnaður, auk húsbúnaðar og viðbótar stöðugilda við leikskólann, er áætlaður um 80 milljónir króna. Byggingin rúmar um 20 börn ætti því að uppfylla þá áætlaða fjölgun leikskólabarna á næstu árum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomna tillögu með fyrirvara um að viðauki við fjárhagsáætlun 2022 verði jafnframt samþykktur.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt greinagerð bæjarstjóra og gögnum um áætlaðan kostnað við verkefnið. Viðaukinn er lagður fyrir vegna áætlana um ævintýraborgir sem reisa á við leikskólann Araklett á Patreksfirði vegna aukins fjölda leikskólabarna. Viðaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum en raun útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar - ágúst eru um 64 milljónum yfir áætlun.

Kostnaðurinn sem til fellur vegna verkefnisins á árinu 2022 eru 35 milljónir. Útsvarstekjur eru hækkaðar um sömu tölu á móti til að mæta útgjaldaaukanum.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta hækkar um 35 milljónir og verður neikvæð um 43,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta hækkar um 35 milljónir og verður 83,1 milljón. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2023 - 2026 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45