Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #948

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. október 2022 og hófst hann kl. 12:30

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ósk um upplýsingar um stöðu slökkviliðs og vinnslu brunavarnaáætlunar

Lögð fyrir fyrirspurn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) dags. 9. september 2022, þar sem spurt er um stöðu slökkviliðsins og vinnslu brunavarnaáætlunar.

Óskar HMS eftir upplýsingum um hvernig sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hyggjast uppfylla lögbundnar skyldur sínar og hver fyrirhuguð áform sveitarfélaganna eru um rekstur slökkviliðanna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar í samráði við slökkvistjóra og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fyrirspurn vegna veglagningar í Litladal

Lögð fyrir fyrirspurn Ingu Hlínar Valdimarsdóttur dags. 31. ágúst 2022 þar sem spurt er um veglagningu í Litladal Patreksfirði, jafnframt er í erindinu bent á formninjar sem raskast hafi við framkvæmdina.

Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir ábendinguna/fyrirspurnina, framkvæmdir hafi verið stöðvaðar í kjölfar ábendingarinnar af skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar með bréfi dags. 1.sept 2022. Minjavörður fór í úttekt á vettvangi þann 7.september að beiðni sveitarfélagsins þar sem teknar voru út fornleifar á svæðinu.
Niðurstaða minjavarðar var að ekki þyrfti að aðhafast frekar en gerði kröfu um að hin forna þjóðleið yrði mæld upp áður en framkvæmdir yrðu heimilaðar aftur.

Bæjarráð fer fram á við Skógræktarfélag Patreksfjarðar að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sem innifelur í sér skógrækt ásamt veglagningu. Samhliða umsókninni þarf að berast uppmæling af þjóðleiðinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Skipan fulltrúi í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða

Lögð fyrir beiðni dags. 21. júní um skipan fulltrúa í fulltrúaráði um umhverfisvottaða Vestfirði.

Bæjarráð skipar Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar í fulltrúaráði um umhverfisvottaða Vestfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skipan starfshóps um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðnga, dags. 19. september 2022, sem barst Vesturbyggð 22. september sl, þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins á fulltrúa í starfshóp um samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum um velferðarþjónustu. Á 67. fjórðungsþingi Vestfirðinga var samþykkt að stofna starfshópinn.

Bæjarráð tilnefnir Svanhvíti Sjöfn Skjaldardóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar í starfshópinn.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Rekstur og fjárhagsstaða 2022.

Lagðar fram rekstrartölur fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Rekstrartekjur eru yfir áætlun eða um 8% og rekstrartekjur í heild um 9% yfir áætlun.

Gert er ráð fyrir því í áætlun með viðaukum að reksturinn fyrir árið 2022 skili 83 milljónum í hagnað fyrir árið. Skv. niðurstöðum fyrir fyrstu átta mánuði ársins er rekstrarniðurstaðan fyrir það tímabil jákvæð um 48 milljónir.

Rekstrargjöld eru á áætlun. Fjármunatekjur og gjöld eru 40% yfir áætlun og stafar það af því að verðbólga er mun hærri en gert var ráð fyrir í áætlun.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Erindi frá UNICEF á íslandi

Lagt fyrir til kynningar erindi Unicef þar sem Vesturbyggð er hvatt til að fjölga tækifærum barna til áhrifa innan sveitarfélagsins með stofnun ungmennaráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Boð um þáttöku í samráði - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda

Lagt fyrir til kynningar boð dags. 19. september 2022, um þátttöku í samráði að upplýsingastefnu stjórnvalda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Framlenging á Starfsleyfi - landeldi í Vatnsfirði

Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur dags. 9. september frá umhverfisstofnun þar Umhverfisstofnun auglýsir framlengingu á starfsleyfi fyrir landeldi í Vatnsfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Tillaga kjörnefndar að stjórn sambandsins 2022-2026

Lögð fyrir til kynningar tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2026 sem samþykkt var á landsfundi sveitarfélaga sem haldinn var á Akureyri dagana 28. - 30. ágúst.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um skipulag og framkvæmdarleyfi

Lagt fyrir til kynningar bréf stjórnar Skógræktarfélags íslands þar sem skorað er á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45