Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #957

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 22. febrúar 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Jón Árnason boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir.

Almenn erindi

1. Skreytingar á lyftuhús - Aðalstræti 4

Lagt fyrir erindi dags. 14. febrúar 2023, frá Kristínu Pálsdóttur og Símoni Fr. Símonarssyni þar sem óskað er eftir heimild Vesturbyggðar til að að skreyta lyftuhúsið sem stendur við Aðalstræti 4.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framvæmdasviðs að vera í sambandi við bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Gistiheimilið strönd - Hafsbrún ehf.

Lögð fram beiðni frá sýslumanni Vestfjarða dags. 08. febrúar 2023 um umsögn um leyfi til reksturs gisitistaðs í Flokki II-B stærri gistiheimili fyrir Gistiheimilið Strönd, Barðarstrandavegi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins. Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfseminni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um framkvæmdarleyfi á virkjun í landi Vesturbotns

Erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar dags. 6. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimavirkjun í landi Vesturbotns, Patreksfirði. Áætluð stærð er um 10kW, steypt inntaksmannvirki verður í Botnsá, 3m x 1,5m og 110mm plastlögn frá inntaki niður í stöðvarhús sem staðsett verður við Golfskálann. Lengd lagnar er um 1200m og er áformað að leggja hana samhliða vegslóða sem liggur með ánni. Erindinu fylgir yfirlitsmynd unnin af Verkís, dags. 19. janúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 103. fundi sínum þar sem það gerði ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis og vísaði málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að Golfklúbbi Patreksfjarðar verði heimilt að virkja Botnsá líkt og fram kemur í umsókninni og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Til samráðs - Frumlag til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61-2003 (gjaldtaka og fleira).

Lögð fram beiðni um umsögn frá innviðaráðuneytinu dags. 21. febrúar 2023 um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (gjaldtaka o.fl.).

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt hafnarstjóra að vinna umsögn og senda í samráðsgátt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Grænbók um húsnæðis og mannvirkjamál

Lögð fyrir til kynningar grænbók innviðaráðuneytisins um húsnæðis- og mannvirkjamál, stöðumat og valkostir, 1. útgáfa sem gefin var út í febrúar 2023.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna sér efni grænbókarinnar og senda inn umsögn fyrir hönd Vesturbyggðar ef tilefni er til.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun sjókvíaeldi - Fiskeldi

Lögð er fram til kynningar stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi sem gefin var út í janúar 2023.

Niðurstöður skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu í fiskeldi koma ekki á óvart þar sem Vesturbyggð hefur ítrekað bent á skort á eftirliti og rannsóknum með fiskeldi þau ár sem fiskeldi hefur verið starfrækt.

Vesturbyggð ítrekar kröfu sína um að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar með því að þeir starfsmenn sem sinni eftirliti með fiskeldi hafi fasta starfsstöð í nærumhverfi greinarinnar. Þannig verði stuðlað að aukinni vernd og eftirliti með sjálfbærri nýtingu auðlinda og náttúrugæða á svæðinu.
Á sunnanverðum Vestfjörðum er enginn starfsmaður með fasta starfsstöð sem sinnir eftirliti með fiskeldi en þar fer fram eitt umfangsmesta sjókvíaeldi á landinu.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir ágalla á þeirri stjórnsýslu sem snýr að greininni. Vesturbyggð fagnar skýrslunni og skorar á stjórnvöld í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög að tryggja markvissa endurskoðun á stjórnsýslu greinarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mál nr. 540 um opinbert eftirlit Matvælastofnunar ( samræming gjaldtökuheimilda). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Atvinnuveganefndar Alþingis dags. 14. febrúar sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um opinbert eftirlit Matvælastofnunar ( samræming gjaldtökuheimilda).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Hvatning til sveitarfélaga til að koma villtum fuglum til aðstoðar

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 10. febrúar sl. frá Dýraverndarsambandi Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til að koma villtum fuglum til aðstoðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Erindi til sveitarstjóna vegna ágangs búfjár -minnisblaðsambandsins

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og minnisblað dags. 6. febrúar sl. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ágang búfjár.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 142. fundar Heilbirgðisnefndar ásamt ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023

Lögð fram til kynningar 211. fundargerð Breiðafjarðarnefndar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. febrúar sl. þar sem athygli er vakin á bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2023

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 50. og 51. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfjarða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2022

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 47., 48., og 49. fundar stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2023

Umsóknir Vesturbyggðar í fiskeldissjóð lagðar fyrir til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00