Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #958

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. mars 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2023

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrir janúarmánuð. Reksturinn er í samræmi við áætlun.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

Lagt er fram bréf umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar sl., þar sem kynnt er niðurstaða ofanflóðanefndar að nefndinni sé ekki heimilt að samþykkja þá tilhögun sem sveitarfélagið lagði til með að í stað þess að byggja varnargarð til að verja Bíldudalsskóla yrði sambærileg fjárhæð nýtt til uppkaupa og styrkja til sveitarfélagsins til að byggja nýja skólabyggingu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá frekari upplýsingar frá ráðuneytinu. Samhliða verði unnið að úrlausnum framtíðar húsnæðis fyrir Bíldudalsskóla.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Til samráðs - Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.

Lögð fram beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu dags. 28.febrúar sl. um skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Umsagnarfrestur er til 28. mars nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar 2023

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 28. febrúar sl. varðandi fjárhafsáætlun 2023. Í bréfinu vekur EFS athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið nefndarinnar í A- hluta.

Vesturbyggð uppfyllir öll lágmarksviðmið fyrir A- og B- hluta en fyrir A-hluta er rekstrarniðurstaða neikvæð. Jafnframt ætti framlegð sem hlutfall af tekjum að vera 11,1% fyrir A-hluta. Framlegðin samkvæmt fjárhagsáætlun 2023 er 9,5% sem er aðeins fyrir neðan lágmarksviðmið nefndarinnar. Aftur á móti er veltufé frá rekstri fyrir ofan lágmarksviðmið.

Bréfið er almennt bréf sem sent var til allra sveitarfélaga sem uppfylltu ekki eitthvað af þeim lágmarksviðmiðum sem EFS hefur sett sér.

Ekki er óskað eftir viðbrögðum við bréfinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði

Kynnt er svarbréf Vegagerðarinnar, dags. 28. febrúar sl., vegna bókunar frá 956. fundi bæjarráðs um öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði.

Bæjarráð fagnar því að ákveðið hefur verið að koma upp vöktun á Raknadalshlíðinni, en til stendur að setja upp mæla á hlíðinni. Bæjarstjóri fylgir erindinu eftir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Starfshópur um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var tekin fyrir tillaga um að gera samning við Ísafjarðarbæ sem leiðandi sveitarfélag í tilteknum verkefnum innan velferðarþjónustu sveitarfélaganna þar sem bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra var einnig falið að undirrita samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Umræður fóru fram um næstu skref í verkefninu um leiðandi sveitarfélag í velferðarþjónustu sveitarfélaganna. Tillagan verður tekin til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu verður bæjarstjóra falið að vinna að samningum við sveitarfélögin sem að verkefninu standa og breytingum á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og erindisbréfum nefnda Vesturbyggðar.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun sjókvíaeldi - Fiskeldi

Bæjarstjóri segir frá fundi sem fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum áttu með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 1. mars sl. vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Akstur utan vegar á Þúfneyri

Lagt er fram erindi Úlfars Thoroddsen, dags. 3. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við akstur utan vegar á Þúfneyri.

Bæjarráð tekur undir með bréfritara og vísar erindinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Umsókn um framlag vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks

Lagt er fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 13. febrúar 2023, þar sem kynnt er framlag Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úrbóta á aðgengismálum í samræmi við umsókn sveitarfélagsins. Sótt var um framlag vegna framkvæmda við bæjarskrifstofur Vesturbyggðar. Miðað er við helmingskostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í verkefninu, samtals að fjárhæð kr. 3.957.768.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra og leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem gert er ráð fyrir að fara í verkefnið á árinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Útboð á almenningssamgöngum

Kynntar niðurstöður útboðs vegna almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.

Val tilboðs í almenningssamgöngur hefur nú verið tilkynnt og hafinn biðtími, verði ákvörðun um val á tilboðsgjafa ekki kærð og útboðið stöðvað í síðasta lagi 13. mars n.k er heimilt að ganga til samninga við Gerðir-Útgerð frá og með 14. mars 2023.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Dagforeldrar í Vesturbyggð; Patreksfjörður

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir liðnum.

Tekið fyrir að nýju dagvistunarúrræði fyrir börn sem ekki hafa fengið pláss á leikskólanum Arakletti sökum plássleysis.

Bæjarstjórn hafði áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að koma til móts við þarfir foreldra sem ekki koma börnum sínum inn á leikskóla vegna plásslaeysis með því að koma á laggirnar aðstöðu fyrir dagforeldra.

Þar sem ekki tókst að fá dagforeldra að verkefninu var tekið til þess ráðs að stofna tímabundið deild við leikskólann Araklett í því húsnæði sem áætlað var fyrir starfssemina.

Vegna þessa er ekki þörf fyrir fjármunina sem samþykkt hafði verið með viðauka fyrir dagforeldra og óskað eftir því að fjármagnið verði fært til baka undir Araklett þar sem það verður nýtt fyrir starfssemina þar.

Bæjarráð vísar málinu áfram til gerðar viðauka.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að koma til móts við þarfir foreldra sem ekki koma börnum sínum inn á leikskóla vegna plássleysis með því að koma á laggirnar aðstöðu fyrir dagforeldra. Þar sem ekki tókst að fá dagforeldra að verkefninu var tekið til þess ráðs að stofna tímabundið deild við leikskólann Araklett í því húsnæði sem áætlað var fyrir starfssemina. Vegna þessa er ekki þörf fyrir fjármunina sem samþykkt hafði verið með viðauka fyrir dagforeldra og óskað eftir því að fjármagnið verði fært til baka undir Araklett þar sem það verður nýtt fyrir starfssemina þar.

Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

13. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna ( samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur o.fl.)..

Lögð fram beiðni um umsögn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 24. febrúar sl. varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur o.fl.)

Umsagnarfrestur er til og með 10. mars nk.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Mál nr. 25 um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf. Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 28. febrúar sl. þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf. Umsagnarfrestur er til 14 mars nk.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða 2022

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða 2022 sem var samþykktur á 141. stjórnarfundi Náttúrustofu sem haldinn var 1. mars 2023.

Bæjarráð Vesturbyggðar beinir því til náttúrustofu að fjölga störfum náttúrustofu á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00