Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #961

Fundur haldinn í fjarfundi, 9. maí 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

Lagður er fram tölvupóstur frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 17. apríl 2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu Vesturbyggðar í fulltrúaráð vegna kjörtímabilisins 2023-2027.
Friðbjörg Matthíasdóttir tilnefnd sem fulltrúi Vesturbyggðar og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir til vara.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Rekstur og fjárhagsstaða 2023

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrir janúar til mars. Rekstarniðurstaða samstæðunnar er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða A hluta er lakari en áætlun gerir ráð fyrir og munar þar um fjármagnsgjöld.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál

Bæjarstjóri greinir frá upplýsingum um tilboð í Krók, viðbyggingu við Araklett, sem er færanlegt húsnæði frá Terra. Einnig kynnir bæjarstjóri áður framkomna kostnaðaráætlun við bygginguna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir kaupsamning um húsnæðið.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Mögulegar lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21. apríl þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á áformaskjali starfshóps á vegum innviðarráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Er um að ræða áform vegna fyrirhugaðra breytinga m.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Mál nr. 922 um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna ( samþætting þjónustu o.fl.). Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 25. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Mál nr. 956 um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu. Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 26. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mál nr. 945. um frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar). ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis dags. 26. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um kosningalög o.fl.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Orlof húsmæðra 2023

Lagt fram til kynningar erindi dags. 21. apríl 2023 frá sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á lögbundnu framlagi sveitarfélaga til orlofsnefndar húsmnæðra á viðkomandi orlofssvæði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. apríl sl.varðandi fyrirhugaða atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar 72. stjórnarfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var þann 19. apríl sl.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Mál nr. 978 um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026. Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 28 apríl. sl. með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr. 980 um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða ( veiðistjórn grásleppu). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 28. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða ( veiðistjórn grásleppu).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10