Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #965

Fundur haldinn í fjarfundi, 18. júlí 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Samgönguáætlun 2024-2038

Lögð er fram til kynningar tillaga innviðaráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðáætlun fyrir árin 2024-2038. Tillagan er til umsagnar í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. júlí 2023.
Kynnt eru drög að umsögn sveitarfélagsins um drögin að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.

Bæjarráð felur bæjastjóra að senda umsögn Vesturbyggðar um samgönguáæltun 2024 - 2038 inn í Samráðsgátt.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brunavarnaráætlun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð 2023-2028

Á 964. fundi bæjarráðs mætti slökkviliðsstjóri til fundarins og kynnti tillögur að brunavarnaáætlun fyrir Vesturbyggð, honum var falið að gera viðeigandi breytingar á brunavarnaráætluninni og leggja að nýju fyrir bæjarráð. Á fundi þessum eru lögð fram ný drög að brunavarnaáætlun, með þeim breytingum sem rædd voru ásamt kostnaðarmetinni framkvæmdaáætlun í samræmi við brunavarnaáætlun og uppfærðri skýrslu um eldvarnareftirlit.

Bæjarstjóri leggur til að brunavarnaáætlunin verði samþykkt.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar samþykkir brunavarnaáætlunina og felur bæjartjóra að senda áætlunina til HMS.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um styrk vegna aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2023

Lögð er fram umsókn Skógræktarfélags Bíldudals, dags. 1. júlí 2023, þar sem óskað er eftir styrk vegna aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn verður á sunnanverðum Vestfjörðum dagana 1.-3. september n.k.

Bæjarráð vísar erindinu áfram til menningar og ferðamálaráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ágangur búfénaðs

Lagt er fram erindi frá Sveini Viðarssyni dags. 6.júlí 2023, vegna ágang búfjárs.

Mikil réttaróvissa er í tengslum við túlkun laga nr. 38/2013 um búfjárhald og laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., er varðar skilgreiningar og leiðbeiningar á mikilvægum atriðum, s.s. réttarstöðu aðila, hvað teljist verulegur ágangur búfjár, hvernig kostnaðarskipting skuli vera, hvernig standa skuli að smölun ágangsfjár, hverjir eru aðilar máls samkvæmt stjórnsýslulögum, hvort land þurfi að vera afgirt, tíðni smölunar og fleiri veigamiklum atriðum.

Bæjarráð telur því rétt að fresta afgreiðslu beiðna um smölun ágangsfjár þar til leiðbeinandi álit verður gefið út, endurskoðun á lögum um afréttarmálefni er lokið eða verklagsreglur liggja fyrir um hvort og hvernig skuli tekið á beiðnum um smölun ágangsfjár. Bæjarráð telur mikilvægt er að viðhafa vandaða stjórnsýslu þegar um íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir er að ræða og telur að ekki sé rétt að sé grípa til ráðstafana á lagagrunni þar sem ágreiningur liggur fyrir um túlkun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu ásamt því að leita leiðbeininga sem skýra réttaróvissuna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu framangreindrar beiðnar um smölun ágangsfjár og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ágangur búfénaðs

Lagt er fram erindi frá Gísla Gunnari Marteinssyni dags. 7.júlí 2023, vegna ágang búfjárs.

Mikil réttaróvissa er í tengslum við túlkun laga nr. 38/2013 um búfjárhald og laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., er varðar skilgreiningar og leiðbeiningar á mikilvægum atriðum, s.s. réttarstöðu aðila, hvað teljist verulegur ágangur búfjár, hvernig kostnaðarskipting skuli vera, hvernig standa skuli að smölun ágangsfjár, hverjir eru aðilar máls samkvæmt stjórnsýslulögum, hvort land þurfi að vera afgirt, tíðni smölunar og fleiri veigamiklum atriðum.

Bæjarráð telur því rétt að fresta afgreiðslu beiðna um smölun ágangsfjár þar til leiðbeinandi álit verður gefið út, endurskoðun á lögum um afréttarmálefni er lokið eða verklagsreglur liggja fyrir um hvort og hvernig skuli tekið á beiðnum um smölun ágangsfjár. Bæjarráð telur mikilvægt er að viðhafa vandaða stjórnsýslu þegar um íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir er að ræða og telur að ekki sé rétt að sé grípa til ráðstafana á lagagrunni þar sem ágreiningur liggur fyrir um túlkun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu ásamt því að leita leiðbeininga sem skýra réttaróvissuna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu framangreindrar beiðnar um smölun ágangsfjár og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tilkynning um kæru 20-2023 vegna útgefins nýtingarleyfi til nýtingar jarðhita á Krossholti á Barðaströnd

Lagður fram tölvupóstur dags. 6.júlí sl. frá Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála um úrskurð í máli nefndarinnar nr. 20/2023.

Í niðurstöðunni kemur fram að kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar frá 24. janúar 2023 um að veita Vesturbyggð leyfi til nýtingar á jarðhita á Krossholtum, Barðaströnd er hafnað

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Urðargata 21 - umsókn um lóð.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekið fyrir erindi frá Oddi Þór Rúnarssyni, dags. 28.júní 2023. Í erindið er óskað eftir byggingarlóðinni að Urðargötu 21a og sameiningu hennar við Urðargötu 21b. Á 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs samþykkti ráðið að úthluta byggingarlóðinni að Urðargötu 21b til bréfritara. Í erindinu kom fram að áformað væri að nýta gamla miðlunartankinn sem stendur á Urðargötu 21b undir húsbyggingu. Nú er búið að meta ástands tanksins og steypunnar og er hann metinn hæfur sem undirstaða undir íbúðarhús, við skoðun tanksins kom í ljós að tankurinn stendur inn á lóðina að Urðargötu 21a.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að Urðargötu 21a verði úthlutað til bréfritara berist umsókn þess efnis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar Urðargata 21a og 21b verði sameinaðar í Urðargötu 21.

Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar að Urðargata 21a og 21b verði sameinaðar í Urðargötu 21.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Umsókn um framkvæmdaleyfi - stígagerð í Litladal

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar, dagsett 6. júlí 2023. Í umsókninni er sótt um stígagerð um Litladal, Patreksfirði. Heildarlengd nýrra stíga verður skv. umsókninni 450 m. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd er sýnir helstu þætti framkvæmdarinnar ásamt fornleifaskráningu af svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Aðalskipulag Bíldudal, breyting á þéttbýlisuppdrætti.

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. júní 2023. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða tillöguna skv. 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Hól á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. júní 2023. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Um er að ræða endurauglýsingu á deiliskipulagi sem auglýst var í júlí 2022 þar sem hreinsivirki var ekki skilgreint í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og deiliskipulag því ekki í samræmi við aðalskipulag. Fyrri athugasemdir og umsagnir gilda um tillöguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða breytinguna skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Vesturbotn - deiliskipulag

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Vesturbotni. Tillagan nær yfir 24 frístundalóðir og golfvöll. Fyrir liggur fornleifaskráning fyrir svæðið sem fram fór sumarið 2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

12. Lausaganga - ágangur búfjár

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá bændasamtökum íslands, dagsettur 6.júlí sl. varðandi lausagöngu/ágangs búfjár.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2021

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla dags. 23. júní 2023 og send á Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið vegna styrks fiskeldissjóðs til að fjarlægja Asbest.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Styrkvegir 2023 umsóknir

Lagt fram til kynningar svar frá Vegagerðinni um úthlutun til styrkvega 2023. Vesturbyggð hefur verið úthlutað 4 milljónum í þau verkefni sem var sótt um. Vesturbyggð er heimilt að nýta styrkinn til þeirra verkefna sem sótt var um.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2023

Lagðir eru fram til kynningar samningar milli Fiskeldissjóðs og Vesturbyggðar vegna styrkja úr Fiskeldissjóð árið 2023. Sveitarfélagið hlaut styrk upp á kr. 8.480.000,- í Vatneyrarbúðina, þekkingar- og þróunarsetur á Patreksfirði, kr. 26.480.000,- vegna viðbyggingar við leikskólann Araklett, kr. 29.020.000,- vegna slökkvibifreiðar á Bíldudal og kr. 5.250.000,- vegna örveruhreinsunar með geislatæki.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00