Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #967

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 29. ágúst 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Upplýsingastefna Vesturbyggðar - Endurskoðun

Bæjarráð felur bæjarstjóra setja af stað vinnu við endurskoðun upplýsingastefnu Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal

Fyrirspurn frá Búbíl ehf, ódags. Fyrirspurnin er þess efnis hvort að heimild fáist fyrir afnot að svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal. Hugmyndin er að staðsetja átta stakstæð hús sem hugsuð eru til útleigu fyrir ferðamenn. Erindinu fylgir yfirlitsmynd er sýnir hugmyndina.

Svæðið er í dag skilgreint skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem íbúðarsvæði ÍB16. Svæðið liggur á skilgreindu hættusvæði B skv. ofanflóðahættumati.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 105. fundi sínum og tók jákvætt í erindið en vakti athygli umsækjenda á að áformin eru háð aðalskipulagsbreytingu sem og deiliskipulagningu svæðisins. Þá eru einnig lóðamörk aðliggjandi lóða nokkuð á reiki á svæðinu og fól ráðið byggingarfulltrúa að staðfesta rétt lóðarmörk.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði erindinu áfram til bæjarráðs með vísan til 3.mgr 5.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að auglýsa lóðirnar í samræmi við 2. gr. reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða. Þegar umsóknir berast um lóðirnar skal farið með þær í samræmi við 1. gr. reglnanna og endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarstjórnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tilraunaverkefni með HVest, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík

Lagt er til að bæjarráð staðfesti vilja sveitarfélagsins til þátttöku í tilraunaverkefninu "Gott að eldast" innan þjónustusvæðis Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Bæjarráð lýsir hér með yfir vilja sveitarfélagsins til þátttöku í tilraunverkefninu "Gott að eldast" sem unnið er í samstarfi með þeim sveitarfélögum sem falla undir þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Bæjarráð vísar verkefninu til kynningar í velferðarráði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Landgræðslusamningur við skógræktarfélag Patreksfjarðar

Á 354. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 25. nóvember 2020 voru lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar sem hafði það markmið að stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna tíð. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt var til að samþykkja framlagðan samning að teknu tilliti til athugasemd skipulags- og umhverfisráðs um skörun á svæði.

Byggingarfulltrúi Vesturbyggðar hefur útbúið hnitsetningu í samráði við skógræktarfélag Patreksfjarðar og framangreindar athugasemdir. Hnitsetningar svæðanna 1 - Engjar, 2 - Höggið og 3 - Miklidalur er falla undir samninginn eru lagðar fram til staðfestingar bæjarráðs sem og ný hnitsetning fyrir svæði 4 - Litlidalur, sem Skógræktarfélag Patreksfjarðar hefur óskað eftir að falli janframt undir samninginn. Áður var í gildi samningur um hluta af svæði 4, sem er útrunninn. Því er um endurnýjun leigusamnings að ræða á svæði 4 í samræmi við forleigurétt sem getið er leigusamningi frá 7. júní 1990.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Skógrækt ríkisins og Skógrækt Patreksfjarðar um leigu á svæðunum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vatneyrarbúð, framkvæmdir og starfsemi

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 25. ágúst 2023, vegna stöðu framkvæmda og skipulagningar Vatneyrarbúðarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um hönnun samvinnu- og þróunarrýmis í Vatneyrarbúð. Einnig er bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að kanna stöðu fjárhagsáætlunar í samræmi við þau verkefni sem eftir standa af fyrirhuguðum framkvæmdum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu húsnæðisins innandyra ljúki á árinu. Samvinnu- og þróunarrýmið verður unnið samhliða en klárað í byrjun árs 2024.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Mál nr. 1532023, Áform um frumvarp til breytingar á lögum um háskóla, nr. 63209 óskað er umsagnar

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti dagsettur 25.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um frumvarp til breytinga á lögum um háksóla, nr. 63/2006.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023

Kynnt er 215. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 16. maí 2023.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 17. ágúst 2023. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Til samráðs - reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá innviðaráðuneytinu. dags. 21. ágúst 2023 mál nr. 151/2023, "Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 1. september nk.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldfél. Brunabótafélag Ísl. 6.október n.k.

Lagður er fram tölvupóstur frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 23. ágúst 2023, þar sem tilkynnist að aðafundur fulltrúaráðs félagsins verður haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hóel föstudaginn 6. október næastkomandi kl. 10:30.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Stekkagil Geirseyrargil Bráðavarnir í farvegi

Óskað eftir að málið verði tekið inn til kynningar með afbrigðum.

Kynnt eru gögn vegna framkvæmda við bráðavarnir neðan Stekkagils á Patreksfirði.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30