Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #974

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. desember 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Hækkun útsvarsálagningar - fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, á þann hátt að hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97%, en tekjuskattur lækkar samhliða á móti.

Óskað er staðfestingar bæjarstjórnar á útsvari 2024, og frestur veittur til 30. desember 2023.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% og verði þannig 14,97%, í samræmi við samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, en tekjuskattur lækkað samhliða á móti.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sveitastjórnarkosningar 2024

Tillaga undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarhrepps til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps að dagsetning kjördags í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi verði 4. maí 2024.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að sveitarstjórnarkosningar muni fara fram í sameinuðu sveitarfélagið 4. maí 2024.

Vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fundargerðir og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1. og 2. fundar svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, en fundir voru haldnir 13. september og 7. október 2023.

Jafnframt lagðar fram til staðfestingar í sveitarstjórn, starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið um og þær samþykktar hjá Skipulagsstofnun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið um og þær samþykktar hjá Skipulagsstofnun.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Þúfneyri - vegna áforma um uppbyggingu.

Erindi vísað til bæjarráðs frá 112. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Úlfari B. Thoroddsen, dags. 19. nóvember. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu spennistöðvar Orkubús Vestfjarða vegna landtengingar fóðurpramma Arnarlax á Þúfneyri, Patreksfirði. Lagt er til í erindinu að stöðin verði felld snoturlega að landslaginu austarlega á eyrinni við brekkuræturnar við slóðann sem liggur niður á eyrina, jafnframt eigi að gera bílastæði, aðstöðu fyrir sjóbaðsfólk og aðra og endurbyggja vegarslóðann, allt í einni heild. Þetta eigi að vera sameiginlegt viðfangsefni Orkubús, Arnarlax og Vesturbyggðar.
Á 112. fundi skipulags- og umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir erindið og áhuga bréfritara á bættu umhverfi Vesturbyggðar. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bréfritara, gaman væri að sjá svæðið byggt upp til útivistar. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að tekið verði upp samtal við Arnarlax og Orkubú Vestfjarða varðandi uppbyggingu á Þúfneyri.

Bæjarráð þakkar bréfritar erindið og tekur undir efni þess. Sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs falið vera í sambandi við Arnarlax og Orkubúi Vestfjarða um samstarf um verkefnið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Til samráðs -Frumvarp til laga um lagareldi

Lagt fram erindi frá matvælaráðuneytinu dags. 06.12.2023 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 253/2023 - "Frumvarp til laga um lagareldi". Með erindinu er Vesturbyggð
sérstaklega boðið að taka þátt í samráðinu.

Bæjarstjóra falið að vinna umsögn byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar um stefnumótun lagareldis og senda í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Mál nr. 509 um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 27. nóvember sl. með ósk um umsögn um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs - Breyting á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild)

Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 27. nóvember sl. með ósk um umsögn um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild)

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Lagðar fyrir fundargerðir 1. og 2. fundar undirbúningsstjórnar um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Mál nr. 73 um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 27. nóvember sl með ósk um umsögn um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Mál nr. 402 um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 28. nóvember sl. með ósk um umsögn um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Til samráðs - Aðgerðaráætlun - Efling lífrænnar matvælaframleiðslu.

Lagður fram tölvupóstur dags. 30. nóvember sl með ósk um samráð um aðgerðaráætlun - Efling lífrænnar matvælaframleiðslu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13-1998.

Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 01. desember sl. með ósk um umsögn um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Stefnumótun lagareldis

Kynnt er sameiginleg umsögn umsögn Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps við stefnumótun um uppbyggingu lagareldis.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Lögð fram til kynningar 938. og 939. fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Uppgjör BsVest vegna útsvars 2020-2022

Lagður fram tölvupóstur frá BsVest dags. 7. desember sl. með uppgjöri vegna útsvars 2020-2022

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023

Lögð fram til kynningar 218. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 18. september sl.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Fundargerðir stjórnar BsVest í nóvember 2023

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar BsVest frá 20. og 23.nóvember sl.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Neysluvatnssýni Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 2023

Lagt fram til kynningar neysluvatnssýni Patreksfirði og Bíldudal, sem tekin voru 20. nóvember sl. sýnin standast gæðakröfur. Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40