Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #22

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. apríl 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Uppsögn á samningi

Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 31 mars sl. með uppsögn á leigusamningi vegna hluta húsnæðis í Patreksskóla þar sem framhaldsdeildin hefur haft aðsetur. Skólinn er tilbúin til viðræðna um endurnýjun samningsins á grundvelli breyttra forsenda fyrir notkun á húsnæðinu, þ.e breytingu á fjölda nemenda sem stunda nám við deildina og breyttum kennsluháttum við skólann.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að nýjum samningi og tryggja áframhaldandi starfsemi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrktarsjóður EBÍ-umsóknarfrestur

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 2. apríl 2025, þar sem vakin er athygli á styrktarsjóði EBÍ 2025. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálaum í aðildarsveitarfélögum.

Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að sækja um styrk fyrir hönd Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 05912023 í Skipulagsgátt

Umsagnarbeiðni um áform Arnarlax vegna aukningar á umfangi sjókvíaeldis fyrirtækisins í Arnarfirði úr 11.500 tonna hámarkslífmassa í 16.000 tonn ásamt stækkun eldissvæða úr 5,9 km2 í 29 km2.

Erindið var tekið fyrir á 8. fundi Umhverfis- og loftlagsráðs þann 24 mars sl.

Hjörtur Methúsalemsson yfirmaður viðskipta- og þróunardeildar Arnarlax, Freyja Ragnarsdóttir Pedersen formaður umhverfis- og loftlagsráðs og Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sátu fundinn undir liðnum.

Bæjarráð þakkar Hirti fyrir góða kynningu.

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar áformum um aukin umsvif sjókvíaeldis í sveitarfélaginu enda er breytingin innan marka burðarþolsmats Arnarfjarðar og áhættumat erfðablöndunar. Að mati bæjarráðs mun breytingin hafa í för með sér jákvæð áhrif á samfélag og atvinnulíf á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis og loftlagsráðs en leggur ekki mat á það hvort breytingin kalli á nýtt umhverfismat.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald

Lögð fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar við drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald. Umsögnin hafði áður verið samþykkt af bæjarfulltrúum

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2025

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf. 2025

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ársreikningur NAVE 2024

Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða 2024.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ

Til kynningar nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Til kynningar fundargerð 972. fundar stjórnar Sambandsins frá 11.mars 2025

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fundargerðir 2025 stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða

Lögð fram til kynningar fundargerð 153. stjórnarfundar Náttúrustofu Vestfjarða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerðir 2025 Hafnasambands Íslands

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 470. og 471. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19.febrúar og 28.mars 2025

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50