Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. apríl 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Uppsögn á samningi
Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 31 mars sl. með uppsögn á leigusamningi vegna hluta húsnæðis í Patreksskóla þar sem framhaldsdeildin hefur haft aðsetur. Skólinn er tilbúin til viðræðna um endurnýjun samningsins á grundvelli breyttra forsenda fyrir notkun á húsnæðinu, þ.e breytingu á fjölda nemenda sem stunda nám við deildina og breyttum kennsluháttum við skólann.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að nýjum samningi og tryggja áframhaldandi starfsemi.
2. Styrktarsjóður EBÍ-umsóknarfrestur
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 2. apríl 2025, þar sem vakin er athygli á styrktarsjóði EBÍ 2025. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálaum í aðildarsveitarfélögum.
Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að sækja um styrk fyrir hönd Vesturbyggðar.
3. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 05912023 í Skipulagsgátt
Umsagnarbeiðni um áform Arnarlax vegna aukningar á umfangi sjókvíaeldis fyrirtækisins í Arnarfirði úr 11.500 tonna hámarkslífmassa í 16.000 tonn ásamt stækkun eldissvæða úr 5,9 km2 í 29 km2.
Erindið var tekið fyrir á 8. fundi Umhverfis- og loftlagsráðs þann 24 mars sl.
Hjörtur Methúsalemsson yfirmaður viðskipta- og þróunardeildar Arnarlax, Freyja Ragnarsdóttir Pedersen formaður umhverfis- og loftlagsráðs og Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sátu fundinn undir liðnum.
Bæjarráð þakkar Hirti fyrir góða kynningu.
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar áformum um aukin umsvif sjókvíaeldis í sveitarfélaginu enda er breytingin innan marka burðarþolsmats Arnarfjarðar og áhættumat erfðablöndunar. Að mati bæjarráðs mun breytingin hafa í för með sér jákvæð áhrif á samfélag og atvinnulíf á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis og loftlagsráðs en leggur ekki mat á það hvort breytingin kalli á nýtt umhverfismat.
Til kynningar
4. Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald
Lögð fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar við drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald. Umsögnin hafði áður verið samþykkt af bæjarfulltrúum
5. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2025
6. Ársreikningur NAVE 2024
7. Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
8. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
9. Fundargerðir 2025 stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50