Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #23

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 29. apríl 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Framkvæmdir í Vesturbyggð 2025

Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Elfar Steinn Karlsson Hafnarstjóri fóru yfir stöðu framkvæmda og fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins.

Bæjarráð þakkar sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs og hafnarstjóra fyrir yfirferðina.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bíldudalshöfn - búningaaðstaða

Lagður fram tölvupóstur frá Arnarlax dags. 9. apríl sl. með ósk um að fá að staðsetja búningaaðstöðu á á Bíldudalshöfn.

Bæjarráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir búningaaðstöðu til 12 mánaða og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Erindi til heimastjórnar Patreksfjarðar frá árgangi 71

Á 9. fundi heimastjórnar Patreksfjarðar sem haldinn var þann 1. apríl sl. var tekið fyrir erindi frá árgangi 1971 á Patreksfirði varðandi leik- og útivistarsvæði.
Eftirfarandi var bókað:
"Heimastjórn Patreksfjarðar þakkar árgangi 1971 fyrir erindið og sýndan áhuga á að bæta samfélagið. Skilgreind útivistarsvæði á aðalskipulagi á Patreksfirði eru meðal annars á Bölum og við Friðþjófstorg þar sem unnið hefur verið að uppbyggingu leiksvæða. Heimastjórn Patreksfjarðar vísar því til bæjarstjórnar að skipulögð verði stærri útivistarsvæði til dæmis fyrir Frisbí golf í Mikladal og/eða uppsetningu á hoppubelg á Vatneyri."

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur tómstundarfulltrúa að vinna málið áfram.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Veiðigjald skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka.

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem er skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Þinggerð 70. Fj.þing að vori og ársreikningur.

Lögð fram til kynningar þinggerð 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið var þann 2. apríl sl. og ársreikningur Fjórðungssambandsins fyrir árið 2024

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Til umsagnar 272. mál - Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum)

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 14. apríl sl. með ósk um umsögn um sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 973, 974, 975 og 976. funda stjórnar Sambandsins frá 14., 19. og 20. mars og 4. apríl 2025.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fundargerðir 2025 Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis Ársreikningur og ársskýrsla

Lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 10 apríl sl. ásamt ársskýrslu 2024.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45