Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. júní 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Svæðisskipulag Vestfjarða vinnslutillaga
Aðalsteinn Óskarsson frá Vestfjarðastofu og Hrafnkell Proppé frá Úrbana sátu fundinn undir liðnum.
Aðalsteinn og Hrafnkell kynntu vinnslutillögu að svæðisskipulagi Vestfjarða.
Bæjarráð þakkar Aðalsteini og Hrafnkeli fyrir yfirferðina.
2. Tálknafjarðarskóli lekamál og lagfæringar
Lögð fram kostnaðaráætlun sem unnin var af Eflu verkfræðistofu vegna úttektar á húsnæði Tálknafjarðarskóla.
Bæjarráð vísar málinu áfram til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
3. Umsókn um að halda Landsmót 50 ára og eldri í Vesturbyggð
Lagður fram tölvupóstur frá Hrafna-Flóka héraðssambandi dags 11. júní sl. þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að halda Landsmót 50 ára og eldri í Vesturbyggð árið 2027.
Bæjarráð tekur vel í erindið og lýsir yfir stuðningi við umsókn héraðssambandsins Hrafna Flóka um að halda landsmót 50 ára og eldri í Vesturbyggð 2027.
4. Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir
Lögð fram bókun frá heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps um að bæjarráð leggi fram tillögu til endurskoðunar samgönguáætlunar um fjármagn í endurbætur á höfninni við Gjögra í Örlygshöfn.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð felur hafnarstjóra að setja sig í samband við landeigendur á svæðinu.
5. Beiðni um tilnefningar í Breiðafjarðarnefnd 2025-2029
Lögð fram beiðni umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytisnins dags. 12 júní sl. með ósk um tilnefningar í Breiðafjarðarnefnd 2025-2029.
Bæjarráð tilnefnir Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur sem aðalmann og Gerði Björk Sveinsdóttur sem varamann.
Til kynningar
6. Erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna vegna fasteignaskatts
Lagt fram til kynningar erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna þar sem félagið hvetur sveitarfélögin eindregið til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta og halda þannig sköttum á atvinnuhúsnæði óbreyttum á milli ára.
7. Hvetjum til sumarstarfa fyrir 16-17 ára ungmenni í sveitarfélögum
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ríkislögreglustjóra dags. 10. júní sl þar sem sveitarfélög eru hvött til að bjóða upp á sumarstörf fyrir ungmenni á aldrinum 16-17 ára.
8. Fundargerðir 2025 Hafnasambands Íslands
Lögð fram til kynningar fundargerð 473. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. mai 2025.
9. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 981.og 982 fundar stjórnar Sambandsins frá 13.og 16 júní 2025.
10. Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 11. júní 2025
11. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15