Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #28

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. júlí 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Brunnahæð Veðursjá. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Tekin fyrir umsókn Veðurstofunnar, dagsett 18.6.2025. Í umsókninni er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða og uppbyggingu á turni undir veðurratsjá á Brunnahæð. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá minjaverði og landeiganda.

Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til á 12. fundi sínum við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 4 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025.

Viðauki 4 er lagður fram vegna innréttinga og tækja, og hitakerfið í Bíldudalsskóla kr. 87,3 millj. Lekamála við Tálknafjarðarskóla kr. 13 millj. og færslu á gámaplani Patrekshafnar kr. 6 millj. samtals kr 102,8 millj. á móti koma breytingar á fjárfestingum ársins 2025 þar sem fjárfestingar í eignasjóði eru lækkaðar um kr. 119,7 millj. og í fráveitu um kr. 14,8 millj. Lækkunin er tilkomin annars vegar vegna verkefna sem voru fullfjármögnuð í fjárhagsáætlun og styrkir fengust fyrir úr Fiskeldissjóði og samkomulags við ríkið varðandi hjúkrunarheimili og hins vegar vegna ofáætlunar við skólalóð í Tálknafirði.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A, né A og B hluta en handbært fé í A hluta hækkar um kr.19,4 millj. og verður kr 33,2 millj. og hækkar í A og B hluta um 28,2 milllj. og verður 105,7 millj.

Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri og Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sátu fundinn undir liðnum.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Látrabjarg - umsókn um framkvæmdaleyfi, bílastæði.

Tekin fyrir umsókn Náttúruverndarstofnunar, dagsett 30.5.2025. Í umsókninni er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýtt bílastæði innan friðlandsins við Látrabjarg við Örlygshafnarveg þar sem gert er ráð fyrir 31 bílastæði fyrir fólksbíla, 4 rútustæðum og 2 stæðum fyrir smárútur/ferðabíla. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag og mun leysa af núverandi bílastæði á malarplani nær bjargi.

Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til á 12. fundi sínum við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Skipan nýs varamanns samkvæmt niðurstöðum kosninga vorið 2024 í heimastjórn Patreksfjarðar í stað Sigurjóns Páls Haukssonar.

Bæjarráð skipar Petrínu Sigrúnu Helgadóttur sem varamann í heimastjórn Patreksfjarðar í samræmi við niðurstöður kosninga.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sala eigna

Rætt um hvort setja eigi Lönguhlíð 20 á Bíldudal á sölu í ljósi fyrirspurna um eignina.

Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Bæjarráð hafnar því að Langahlíð 20 verði sett á sölu að svo stöddu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Suðurfjarðagöng, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán

Rætt um hvort tilefni sé til þess að sveitarfélagið eigi frumkvæði að því að leitað verði eftir tilboðun í frumathugun/valkostagreiningu á gangnakostum um Mikladal og Hálfdán.

Samþykkt að Vesturbyggð kanni hvort forsendur séu til þess að sveitarfélagið láti vinna að eigin frumkvæði vinnu við grunnathuganir á jarðgangnakostnum um Mikladal og Hálfdán. Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram og leita tilboða.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

7. Fundargerðir 2025 stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr 85-90.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Ályktun frá aðalfundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum

Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum þann 14.06.2025.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. verkfundar vegna Bíldudalsskóla.

Málsnúmer17

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerðir 2025 Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 78-81.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05