Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #29

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. ágúst 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Tilnefningar í undirbúningshóp farsældarráðs Vestfjarða

Lagður fram tölvupóstur frá Vestfjarðastofu dags. 18. júlí sl. með ósk um tilnefninu í undirbúningshóp farsældarsáðs Vestfjarða.

Bæjarráð tilnefnir Gunnþórunni Bender sem fulltrúa Vesturbyggðar í undirbúningshóp farsældarráðs Vestfjarða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir

Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir tillögur og forgangsröðun verkefna fyrir samgönguáætlun 2026-2030.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Patrekshöfn. Ósk um stöðuleyfi fyrir olíutank.

Erindi frá Olís ehf, dags. 22. júlí 2025. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir olíutanki við Patrekshöfn.

Bæjarráð samþykkir umbeðna staðsetningu olíutanks.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Skráning lögheimilis í frístundabyggð - boð á vinnustofu

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 01.júlí sl. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með boð á vinnustofu Skráning lögheimilis í frístundabyggð sem haldin verður þann 11.september 2025.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fundargerðir 2025 Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

Lögð fram til kynningar fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45