Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. ágúst 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Tilnefningar í undirbúningshóp farsældarráðs Vestfjarða
Lagður fram tölvupóstur frá Vestfjarðastofu dags. 18. júlí sl. með ósk um tilnefninu í undirbúningshóp farsældarsáðs Vestfjarða.
Bæjarráð tilnefnir Gunnþórunni Bender sem fulltrúa Vesturbyggðar í undirbúningshóp farsældarráðs Vestfjarða.
2. Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir
Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir tillögur og forgangsröðun verkefna fyrir samgönguáætlun 2026-2030.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Til kynningar
4. Skráning lögheimilis í frístundabyggð - boð á vinnustofu
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 01.júlí sl. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með boð á vinnustofu Skráning lögheimilis í frístundabyggð sem haldin verður þann 11.september 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45