Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. ágúst 2025 og hófst hann kl. 10:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsd sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Skipan nýs varamanns samkvæmt niðurstöðum kosninga vorið 2024 í heimastjórn Patreksfjarðar í stað Sveins Jóhanns Þórðarsonar.
Bæjarráð skipar Jón Árnason sem varamann í heimastjórn Patreksfjarðar í samræmi við niðurstöður kosninga.
2. Bugatún sala á grunn
Vesturbyggð auglýsti eftir tilboðum í steyptan grunn við Bugatún 16-18 á Tálknafirði,
eitt tilboð barst.
Lagt fram tilboð í grunn við Bugatún 16-18 frá Arctic North ehf ásamt tillögu að nýtingu á byggingarreit.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli tilboðs.
3. Uppbyggingarverkefni í endurskoðun áfangastaðaáætlunar Vestfjarða
Lagt fram minnisblað frá menningar- og ferðamálafulltrúa þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til mögulegra uppbyggingarverkefna fyrir endurskoðun áfangastaðaáætlun Vestfjarða, byggt á erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða.
Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn yfir liðnum.
Bæjarráð þakkar menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir yfirferðina og felur honum að vinna málið áfram.
Til kynningar
5. Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar - 2024
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50