Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #30

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. ágúst 2025 og hófst hann kl. 10:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsd sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Skipan nýs varamanns samkvæmt niðurstöðum kosninga vorið 2024 í heimastjórn Patreksfjarðar í stað Sveins Jóhanns Þórðarsonar.

Bæjarráð skipar Jón Árnason sem varamann í heimastjórn Patreksfjarðar í samræmi við niðurstöður kosninga.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bugatún sala á grunn

Vesturbyggð auglýsti eftir tilboðum í steyptan grunn við Bugatún 16-18 á Tálknafirði,
eitt tilboð barst.

Lagt fram tilboð í grunn við Bugatún 16-18 frá Arctic North ehf ásamt tillögu að nýtingu á byggingarreit.

Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli tilboðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Uppbyggingarverkefni í endurskoðun áfangastaðaáætlunar Vestfjarða

Lagt fram minnisblað frá menningar- og ferðamálafulltrúa þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til mögulegra uppbyggingarverkefna fyrir endurskoðun áfangastaðaáætlun Vestfjarða, byggt á erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða.

Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn yfir liðnum.

Bæjarráð þakkar menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir yfirferðina og felur honum að vinna málið áfram.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umhverfisstefna Vesturbyggðar

Tillaga umhverfis- og loftslagsráðs að loftslagsstefnu Vesturbyggðar ásamt tillögu að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við formann umhverfis- og loftlagsráðs.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar - 2024

Lögð fram til kynningar Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2024

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fundargerðir Velferðarþjónustu Vestfjarða

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1 og 2 Velferðaþjónustu Vestfjarða frá 28. mars og 11. ágúst

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50