Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. september 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) varamaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Tillögur og áherslur heimastjórnar Patreksfjarðar og heimastjórnar Tálknafjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2026-2029
Rebekka Hilmarsdóttir formaður heimastjórnar Patreksfjarðar og Jónas Snæbjörnsson varaformaður heimastjórnar Tálknafjarðar sátu fundinn undir liðnum.
Formaður og varaformaður fóru yfir tillögur og áherslur sinna heimastjórna fyrir vinnu fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Bæjarráð þakkar yfirferðina.
2. Velferðarþjónusta Vestfjarða
Lögð fram lokadrög að endurnýjuðum samningi um velferðarþjónustu Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
3. Tilnefning í notendaráð fatlaðra
Lagt fram erindi frá velferðarþjónustu Vestfjarða dags. 3. september sl. með ósk um tilnefningu í notendaráð fatlaðra.
Bæjarráð tilnefnir Jennýju Láru Magnadóttur og Friðbjörgu Matthíasdóttur til vara.
4. Kirkjugarður Stóra-Laugardal
Beiðni um undirbúningsvinnu við stækkun kirkjugarðsins í landi Stóra Laugardals
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
5. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Breyting.
Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Í drögunum er gert ráð fyrir nýjum stórskipakanti ásamt færslu á bátauppsátri og sorpmóttöku.
Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim áfram til skipulags- og framkvæmdarráðs.
Til kynningar
6. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur
7. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti
8. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 234 og 235 Breiðafjarðarnefndar frá júní og júlí 2025
9. Fundargerðir 2025 Hafnasambands Íslands
Lögð fram til kynningar fundargerð 474. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. ágúst 2025.
10. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15