Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. september 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Tillögur og áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar og heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps fyrir fjárhagsáætlun 2026-2029.
Rúnar Örn Gíslason formaður heimastjórnar Arnarfjarðar og Elín Eyjólfsdóttir formaður heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps sátu fundinn undir liðnum.
Formenn fóru yfir tillögur og áherslur sinna heimastjórna fyrir vinnu fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Bæjarráð þakkar yfirferðina.
2. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamála 2025
Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust í þriðju úthlutun ársins 2025. Alls bárust tíu umsóknir.
Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.
1. Jón Kr. Ólafsson sækir um styrk fyrir skyldi um hljómsveitina Facon. Sótt er um 85 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina
2. Birgitta Birgisdóttir sækir um styrk til að hanna og þróa leiklistarnámskeið fyrir Leikfélag Patreksfjarðar. Sótt er 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
3. Pollvinir sækja um styrk til fyrir QR- kóða greiðslulausn fyrir Pollinn. Sótt eru um 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
4. Félag um listasafn Samúels sækir um styrk fyrir uppbyggingu gönguleiða við Listasafn Samúels ásamt því að mála og hreinsa til. Sótt er um 250 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.
5. Birgitta Birgisdóttir sækir um styrk fyrir verkefninu Guðrún Valdadóttir - einleikur í þróun. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
6. Félag um safn Gísla á Uppsölum sækir um styrk fyrir uppbyggingu gönguleiða við Listasafn Safn Gísla á Uppsölum, ásamt því að mála og hreinsa til. Sótt er um 250 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins
7. Westfjords Adventures sækir um styrk fyrir Vegglistaverki. Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
8. Jónas Snæbjörnsson sækir um styrk fyrir verkefninu hugleiðslur á gönguleiðum - Bifröst, Tálknafjörður. Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
9. Kristinn Hilmar Marinósson sækir um styrk fyrir útgáfu göngukorts fyrir Bifröst, Tálknafirði. Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
10. Kristinn Hilmar Marinósson sækir um styrk fyrir verkefninu StarTrek - Sólkerfislíkan. Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknar og óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið.
3. Sólmyrkvi 12 ágúst 2026
Farið yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað hjá starfshópi um undirbúning vegna sólmyrkva 2026.
Skipa þarf nýjan formann í starfshópinn í stað Páls Vilhjálmssonar sem látið hefur af störfum sem sem kjörinn fulltrúi.
Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum en hún á einnig sæti í undirbúningshópnum.
Bæjarráð þakkar menningar og ferðamálafulltrúa fyrir yfirferðina, jafnframt skiptar bæjarráð Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur sem nýjan formann starfshóps um undirbúning vegna sólmyrkva 2026.
4. Patrekshöfn - Skemmtiferðaskip
Fara yfir komu skemmtiferðaskipa 2025, áætlaðar komur 2026. Valgerður María, ferðamálafulltrúi kemur inn á fundinn og segir frá Seatrade Europe sýningunni í Hamborg.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri og Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sátu fundinn undir liðnum.
Samkvæmt stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu er eitt af markmiðunum að stuðla að dreifingu ferðamanna um land allt. Innviðagjöld og afnám tollfrelsis á skemmtiferðaskip og leiðangurskip stangast á við hana og koma til með að fækka viðkomustöðum á jaðarsvæðum á borð við Vestfirði. Á undanförnum árum hafa skemmtiferðaskip og minni leiðangursskip verið mikilvægur þáttur í atvinnu- og verðmætasköpun á Vestfjörðum.
Eftir að innviðagjaldið var tekið upp, hafa bókanir dregist saman og fyrirséð er að þeim fækki enn meira í ljósi þess að skipafélög muni fækka viðkomustöðum. Slíkar álögur munu draga verulega úr umferð farþegaskipa og tekjumöguleikum fyrir hafnir, sérstaklega á landsbyggðinni. Gjaldtaka þarf að vera fyrirsjáanleg og innleidd í þrepum.
Þessar breytingar munu hafa mikil áhrif á hafnir sem hafa fjárfest í aðstöðu og innviðum til að taka á móti þessum skipum með öruggum hætti. Þróunin hefur og mun leiða til tekjutaps fyrir hafnir og ríkissjóð og skerðingar á atvinnu og verðmætasköpun á svæðinu, sem grefur undan samkeppnishæfni og dregur úr möguleikum til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf á jaðarsvæðum.
5. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Skipa þarf vara áheyrnarfulltrúa í Velferðarráð Ísafjarðarbæjar í stað Páls Vilhjálmssonar sem látið hefur af störfum sem kjörinn fulltrúi.
Bæjarráð tilnefnir Jennýju Láru Magnadóttur sem vara áheyrnarfulltrúa Vesturbyggðar í Velferðarráði Ísafjarðarbæjar.
6. Tilnefning varamanns í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða
Skipa þarf varamann í úthlutunarnefnd Uppbygginarsjóðs Vestfjarða í stað Páls Vilhjálmssonar sem látið hefur af störfum sem kjörinn fulltrúi.
Bæjarráð tilnefnir Gerði Björk Sveinsdóttur sem varamann í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.
7. Framkvæmdir og nýting Vatneyrarbúðar
8. Skautasvell á Friðþjófstorgi
Erindi frá áhugahópi um breytingar á Friðþjófstorgi til að auka notkun á torginu með fjölbreyttari afþreyingu.
Erindið var tekið fyrir á 13. fundi heimastjórnar sem tók vel í erindið og vísaði því áfram til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið ti samstarfs um verkefnið og felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að setja sig í samband við bréfritara.
Til kynningar
10. Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040
Lögð fram til kynningar skýrsla sem unnin hefur verið fyrir hafnasamband Íslands og fjallar um fjárfestingar og framtíðaráætlanir hafna á Íslandi.
11. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar fundargerð 984. fundar stjórnar Sambandsins frá 12. september 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00