Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. október 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Patrekshöfn - Skemmtiferðaskip
Farið yfir markaðsetningu hafna fyrir skemmtiferðaskip.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri og Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sátu fundinn undir liðnum.
Farið yfir þá möguleika sem í stöðunni eru varðandi markaðsetningu hafna Vesturbyggðar fyrir skemmtiferðaskip.
Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.
2. Verbúð 2025 - útleiga
Lagðar fram tvær umsóknir sem bárust vegna auglýsingar Hafnasjóðs Vesturbyggðar um atvinnurými í Verbúðinni.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum og Gunnþórunn Bender kom inn á fundinn sem varamaður.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við óstofnað félag sem Ísak Óli Óskarsson er í forsvari fyrir. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inná fundinn.
3. Farsældarráð Vestfjarða
Lögð fram tillaga um svæðisbundið farsældarráð Vestfjarða
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.
4. Íþrótta- og tómstundamál
Stefnumótun íþrótta og tómstunda í Vesturbyggð
Rætt um stöðu íþrótta og tómstunda í Vesturbyggð.
5. Sólmyrkvi 12 ágúst 2026
Undirbúningur fyrir sólmyrkva 2026
Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.
Boðað hefur verið til fundar hjá Almannavarnanefnd þar sem farið verður yfir Sólmyrkva 2026, en þar eru samankomnir viðbragðaðilar af svæðinu.
Markaðsstofa hefur einnig stofnað starfshóp með fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum þar sem sólmyrkvin mun sjást og hefur Valgerður María Þorsteinsdóttir verið skipuð fulltrúi Vestrubyggðar þar inn.
Til kynningar
7. Boð um þátttöku í samráði Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 1382011
Lögð fyrir til kynningar umsögn Vesturbyggðar um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
8. Kvennaverkfall 50. ára
9. Byggðaráðstefnan 2025 4. nóvember
Lagt fram til kynningar tölvupóstur vegna Byggðaráðstefnu 4. nóvember í Skjólbrekku Mývatnssveit.
10. Fundargerðir 2025 stjórnar Vestfjarðastofu
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 69.70.71.72. og frá stjórnarfundi 19.08.2025 frá Vestfjarðarstofu
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00