Fundur haldinn í á Minjasafni Egils Ólafssonar, Hnjóti, 21. október 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvaða verkefni sveitarfélagið á að sækja um fyrir.
Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð þakkar menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir yfirferðina og felur henni að vinna málið áfram og senda inn umsóknir fyrir hönd Vesturbyggðar.
2. Endurreiknað framlag Jöfnunarsjóðs
Í endurreiknaðri áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2025 sem gefin var út í lok september kemur fram að framlög til Vesturbyggðar skerðast um rúmlega 93 milljónir eða 13%. Munar þar mest um útgjaldajöfnunarframlag sem skerðist um 17,8% og grunnskólaframlag sem skerðist um 15,5%.
Vesturbyggð leggur áherslu á mikilvægi þess að fyrirsjáanleiki sé í áætlunum Jöfnunarsjóðs og að endurútreikningur komi fyrr á árinu svo hægt sé að bregðast við með viðunandi hætti.
3. Tjarnarbraut 8 - ósk um útleigu
Fyrirspurn barst frá Arnarlax um að fá Tjarnarbraut 8 á Bíldudal til leigu.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur sviðstjóra umhverfis og tæknisviðs að vinna málið áfram.
4. Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar
Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki 5 er lagður fram vegna nýs timburkants á Bíldudal kr 27,5 millj. Á móti koma breytingar á fjárfestingum ársins 2025 þar sem fjárfestingar í hafnarsjóði eru lækkaðar um 22 millj. Lækkunin er tilkomið annars vegna stórskipakants á Patreksfirði sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun en fór ekki inná samgönguáætlun kr 17 millj. og þvottaplans á Tálknafirði sem ekki verður klárað á árinu kr. 5 millj.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A hluta, né A og B hluta en handbært fé í B hluta lækkar um 5,5 millj. og verður 100,2 millj.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
5. Mál nr. 153 um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 13. október sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn.
6. Mál nr. 66 um frumvarp til laga um vegalög (þjóðferjuleiðir).
Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 15. október sl. með ósk um umsókn um frumvarp til laga um vegalög (þjóðferjuleiðir). Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjórna að vinna umsögn.
Til kynningar
7. Slysavarnarganga Patrekshöfn 2025 - svd Unnur
Lögð fram til kynningar öryggisúttekt Slysavarnardeildarinnar Unnar á Patrekshöfn. Í úttektinni fór deildin yfir öryggisbúnað og aðstöðu á hafnarsvæðinu. Samkvæmt skoðuninni eru öryggismál hafnarinnar til fyrirmyndar og hafnarsvæðið hreint og snyrtilegt.
Skoðunin fór fram 30.júní og 10. september 2025
Bæjarráð þakkar Slysavarnardeildinni Unni kærlega fyrir úttektina.
8. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar fundargerð 986. fundar stjórnar Sambandsins frá 10.október 2025.
9. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10