Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #37

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. október 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Útkomuspá 2025

Lögð fram drög að útkomuspá fyrir árið 2025.

Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir hagnaði að fjárhæð 24 milljónir króna. Lækkun áætlaðs hagnaðar skýrist einkum af því að framlög frá Jöfnunarsjóði lækka um samtals 93 milljónir króna. Þar vegur þyngst 57,5 milljóna króna skerðing á útgjaldajöfnunarframlagi og 30,5 milljóna króna skerðing á grunnskólaframlagi.
Auk þess er gert ráð fyrir að útsvarstekjur verði lægri en áður var áætlað. Þar að auki er gert ráð fyrir að lífeyrisskuldbinding hækki úr 30 milljónum í 90 milljónir króna.

Heildaráhrif þessara breytinga fela í sér að áætlaður hagnaður fyrir árið 2025 lækkar úr 201,5 milljónum króna í 24 milljónir króna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2026 - 2029.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í samráði við aukið bæjarráð að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2026 - 2029.

Málsnúmer20

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Framkvæmdir í Vesturbyggð 2025

Geir Gestsson, Magnús Árnason og Elfar Steinn Karlsson koma inná fundinn og fara yfir framkvæmdir ársins.

Bæjarráð þakkar yfirferðina.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Heildarsamningur við STEF félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi,

Lagður fram tölvupóstur þar sem STEF, félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, STEF hefur óskað eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.

Bæjarráð veitir Sambandi Íslenskra sveitarfélaga umboð fyrir hönd sveitarfélagsins til að gera samning við STEF um greiðslur leyfisgjalda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Auglýsing á viðbót við rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði FE-1156

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Matvælastofnun dags. 10. október sl. með auglýstri viðbót við rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20