Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. nóvember 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2026 - 2029.
Lagt fram í fyrri umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun 2026 og 3 ára áætlun 2027-2029.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2026 ásamt 3 ára áætlun 2027-2029 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 25. nóvember nk.
2. Fjárhagsáætlunn 2026 - gjaldskrár
Lagðar fyrir í fyrri umæðu gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2026.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,21%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,21%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 2,50%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%
Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
3. Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar
Lögð fyrir tillaga að breytingu á stjórn Vesturbyggðar þar sem Loftslags- og umhverfisráð og skipulags- og framkvæmdaráð verða sameinaðar undir nýju ráði skipulags- og umhverfisráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og vísar henni áfram til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
4. Frístundastyrkir
Lagt til að Vesturbyggð veiti börnum frá 1.bekk til 18 ára aldurs frístundastyrk sem nemur 40þús kr. á ári. Styrkurinn taki gildi frá 1. janúar 2026.
Með frístundastyrknum má greiða að fullu, eða hluta, fyrir íþrótta-, lista- og/eða aðra tómstundastarfsemi.
Bæjarráð samþykkir frístundastyrkinn og felur bæjarstjóra að útbúa drög að reglum um frístundastyrk.
Til kynningar
5. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar fundargerð 988. fundar stjórnar Sambandsins frá 31.október 2025.
6. Fundargerðir 2025 stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða og Fjárhagsáætlun
Lagt fram til kynningar fjórar síðustu fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, fjárhagsáætlun stofunnar fyrir 2026, auk þriggja ára áætlunar (2027-2029).
7. Til umsagnar 229. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
8. Til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Til kynningar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45