Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. desember 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsd sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Svæðisskipulag Vestfjarða auglýsingatillaga
Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu, f.h. Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, dags. 19. nóvember 2025, varðandi beiðni um samþykki bæjarstjórnar á auglýsingu tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050.
Samhliða er lögð fram tillaga til auglýsingar Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, skýrsla um stöðumat, skýrsla um umhverfismat og minnisblað um þróun tillögu að svæðisskipulagi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar henni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.
2. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamála 2025
Lagðar verða fyrir styrkbeiðnir sem bárust í fjórðu og síðustu úthlutun ársins 2025. Alls bárust sex umsóknir.
Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum og gerði grein fyrir umsóknum í samræmi við reglur menningar- og ferðamálasjóðs Vesturbyggðar.
1. Elín Elísabet Einarsdóttir sækir um styrk til útgáfu ljóðabókarinnar Útverðir. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð metur verkefnið til að hafa skýrt menningarlegt gildi og fellur það vel að markmiðum sjóðsins um að styðja við bókmenntastarf. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 100 þúsund.
2. Egill Steinar Fjeldsted sækir um styrk fyrir bókinni Saga Patreksfjarðar 1. bindi. Sótt eru um 500 þúsund króna styrk.
Umsóknin uppfyllir skilyrði sjóðsins og verkefnið hefur verulega menningarsögulega þýðingu. Hins vegar er samkvæmt reglum sjóðsins ekki gert ráð fyrir að veita hærri styrki 150 þúsund, því samþykkir bæjarráð styrk að upphæð 150 þúsund.
3. Félag eldri borgara í Vesturbyggð sækir um styrk fyrir rútukostnaði vegna dagsferðar eldri borgara. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Bæjarráð minnir á að í úthlutunarreglum sjóðsins er kveðið á um að tilgangur styrkjanna sé til að efla menningar- og ferðamál innan Vesturbyggðar og verkefni sem falla ekki undir menningar- og ferðamál í hefðbundnum skilningi eru almennt ekki styrkhæf. Bæjarráð metur umsóknina sem svo að ekki séu liggji ljóst fyrir að hún uppfylli þau skilyrði. Á þeim grundvelli hafnar bæjarráð styrkbeiðninni.
4. Kristinn Hilmar Marinósson sækir um styrk fyrir verkefninu StarTrek - Sólkerfislíkan. Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk. Afgreiðslu umsóknar var frestað í þriðju úthlutun til að afla frekari upplýsinga.
Með hliðsjón af úthlutunarreglum og heildarstöðu sjóðsins telur bæjarráð ekki forsendur til að styrkja verkefnið að þessu sinni og hafnar styrkbeiðninni.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi
5. Verbúðin sækir um styrk til að halda jólatónleika. Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk.
Verkefnið fellur undir menningarviðburð sem stuðlar að samfélagslegri þátttöku og uppfyllir markmið sjóðsins. Í ljósi reglna um meðalhóf við úthlutun og takmarkaðra fjármuna samþykkir bæjarráð styrk að fjárhæð 75 þúsund krónur.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn
6. Rýmið ehf. sækir um styrk fyrir verkefninu Andrými - Rými til að vera (hlaðvarp). Sótt er um kr 150 þúsund króna styrk.
Umsóknin fellur að markmiðum sjóðsins um að efla fjölbreytta menningar- og nýsköpun. Með vísan til reglna sjóðsins samþykkir bæjarráð styrk að fjárhæð 100 þúsund krónur.
Til kynningar
3. Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá inniðaráðuneytinu dags. 19. nóvember sl. um Opinbera grunnþjónustu - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
4. Markvissari árangur á sviði umhverfis- og loftslagsmála
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 19. nóvember sl. með niðurstöðum úr könnun sem var gerð fyrr á árinu um umhverfis og loftlagsmál.
5. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða 2025
Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða frá 17. nóvember s.l.
6. Fundargerðir 2025 Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis Ársreikningur og ársskýrsla
Lögð fram til kynningar fundargerð 154. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 19.nóv. sl.
7. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 236 og 237 Breiðafjarðarnefndar frá ágúst og október 2025
8. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025
Lagt fram til kynningar þakkarbréf innviðaráðherra til þeirra sem tóku þátt í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00