Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #41

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. desember 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Trébryggja Bíldudal. Ósk um staðfestingu framkvæmdar.

Erindi frá Vegagerðinni, dags. 2. desember 2025. Í erindinu er óskað staðfestingar á hafnarframkvæmdum sem Vegagerðin hefur raðað á tillögur til samgönguáætlunar með samþykki Samgönguráðuneytisins. Áætlunin gerir ráð fyrir árunum 2026-2028. Vegagerðin hefur stillt upp einu verkefni á áætlunina, Bíldudalur trébreyggja og dýpkun. Þá er óskað eftir staðfestingu á að hafnasjóður geti staðið undir heimahluta framkvæmdarkostnaðar sem er 120 milljónir á árunum 2026-2028

Bæjarráð staðfestir að hafnarsjóður geti staðið undir heimahluta framkvæmdarkostnaðar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samgönguáætlun 2026-2040

Samgönguáætlun 2026-2040

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framlögðum drögum að samgönguáætlun og lýsir ánægju sinni með þær áherslur sem þar koma fram fyrir sunnanverða Vestfirði. Drögin endurspegla mikilvægi þess að efla samgöngur á svæðinu, styrkja stoðir atvinnulífs og bæta búsetuskilyrði íbúa.

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu meðal forgangsverkefna. Slík mannvirki munu hafa afgerandi jákvæð áhrif á öryggi, þjónustuaðgengi, atvinnuuppbyggingu og tengingu byggðalaga á sunnanverðum Vestfjörðum. Engum jarðgöngum er til að dreifa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki aðrar samgönguleiðir í boði fyrir íbúa en aka yfir fjallvegi alla daga allt árið um kring, til að sækja þjónustu og vinnu. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarnanna til að íbúar og fyrirtæki geti notað grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu. Má í því sambandi benda á sjúkraflug á flugvöllinn á Bíldudal en þangað er yfir tvo erfiða fjallavegi að fara frá Patreksfirði.

Jafnframt lýsir bæjarráð sérstakri ánægju með áform um vinnu við Bíldudalsveg og að sú framkvæmd verði í beinu framhaldi af framkvæmdum við Dynjandisheiði, enda er um að ræða afar mikilvægar samgöngubætur fyrir samfélög og atvinnurekstur á svæðinu. Brýnt er þó að flýta því verki eins og kostur er, því framkvæmdin mun ekki nýtast sem sú heilsárs samgöngubót sem nauðsynlegt er, fyrr en hún er fullkláruð, en samkvæmt drögunum eru verklok ekki áætluð fyrr en 2035.

Varðandi framlög úr hafnabótasjóði bendir bæjarráð á að stórskipakantur á Patreksfirði er ekki inni í drögunum. Samkvæmt tillögu að verkefnum sem sveitarfélagið lagði áherslu á og sendi Vegagerðinni, þá er það verkefni í forgangi hjá sveitarfélaginu og var inn í ósamþykktri samgönguáætlun frá 2024.Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá sveitarfélaginu um að hverfa frá þeirri framkvæmd, enda er slík framkvæmd gríðarlega mikilvæg forsenda þess að öflug atvinnustarfsemi byggist upp á höfnum sveitarfélagsins og auki tekjumöguleika hafnanna. Bæjarráð vill jafnframt vekja athygli á því að aðgengi að höfninni á Patreksfirði er erfitt og þröngt þar sem núverandi hafnarkantur er umsetinn, m.a. vegna umfangsmikillar starfssemi við þjónustu við fiskeldi. Með nýjum stórskipakanti og endurbótum á aðstöðu væri hægt að bæta aðgengi stærri skipa og nýtingu hafnarinnar, ásamt því að auka verulega rekstraröryggi og skapa sterkari forsendur fyrir vexti, meðal annars með nýjum tækifærum til strandsiglinga .

Mikilvægt er að auka framlög til hafnabótasjóðs til að tryggja fjármögnun nauðsynlegra hafnarframkvæmda.
Bæjarráð saknar þess að í drögunum séu ekki tilgreind áform um bætt hindranaljós eða aðflugsljós við Bíldudalsflugvöll. Slík lýsing er nauðsynleg til að flugmenn geti betur áttað sig á aðstæðum þegar flogið er til og frá vellinum í myrkri, sérstaklega hvað varðar sjúkraflug. Í umhverfi flugvallarins eru afar fá ljós þar sem hann er staðsettur utan byggðar, og hamlar það möguleikum til öruggs sjúkraflugs. Vesturbyggð hefur ítrekað bent á þessa þörf, meðal annars með formlegum ábendingum frá bæði heimastjórn Arnarfjarðar og bæjarráð Vesturbyggðar.

Að lokum hvetur bæjarráð til þess að vinnan við samgönguáætlun leiði til endanlegrar og skýrri áætlunar með tryggu fjármagni til þeirra framkvæmda sem lýst er, þar sem þær eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar, öryggis og jákvæðrar byggðaþróunar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Atvinnulóðir

Rætt um atvinnulóðir í sveitarfélaginu

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að taka saman lausar atvinnulóðir í sveitarfélaginu og kanna stöðu á þeim lóðum sem þegar hefur verið úthlutað.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Patrekshöfn - Skemmtiferðaskip

Málefni skemmtiferðaskipa í Patrekshöfn rædd

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með tillögur meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um að lækka innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa í 1.600 kr. á farþega og að tollfrelsi leiðangursskipa verði áfram í gildi.

Bæjarráð telur að þessar tillögur skipti verulegu máli fyrir minni hafnir landsins, þar sem forsendur fyrir móttöku skemmtiferðaskipa eru að jafnaði viðkvæmari en í stærri áfangastöðum. Lægra innviðagjald styrkir samkeppnisstöðu slíkra hafna og eykur líkur á að skemmtiferðaskip haldi áfram að sækja þau heim.

Jafnframt er lögð áhersla á að með þessum breytingum er stutt við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðum þar sem hún er ekki umfangsmikil fyrir, en getur engu að síður haft jákvæð áhrif á atvinnulíf, tekjuöflun sveitarfélaga og lífsgæði íbúa. Slíkar aðgerðir samræmast markmiðum um jafna byggðaþróun og dreifingu ferðamanna um landið.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sólmyrkvi 12 ágúst 2026

Rætt um undirbúning fyrir sólmyrkva 2026.

Sett hefur verið upp upplýsingasíða á heimasíðu Vesturbyggðar um sólmyrkvann þar sem ýmsum spurningum er svarað. Síðan er lifandi og verður breytt eftir því hvernig mál skýrast.

Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að boða til fundar með ferðaþjónum á svæðinu vegna undirbúnings í tengslum við Sólmyrkva 2026.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Gjaldskrá og kynning á drögum að nýrri gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands

Lögð fram til kynningar ný gjaldskrá Þjóðskjalasafns sem mun taka gildi frá og með 1. janúar 2026.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00