Fundur haldinn í fjarfundi, 18. desember 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Orkubú Vestfjarða - Rafmagnsleysi og tjón af því
Farið yfir stöðu sem upp kom í kjölfar rafmagnsleysis á sunnanverðum Vestfjörðum þann 11. desember sl.
Halldór Magnússon framkvæmdarstjóri veitusviðs og Stefán Freyr Baldursson rafmagnsverkfræðingur frá Orkubúi Vestfjarða sátu fundinn undir liðnum.
Bæjarráð þakkar Orkubúi Vestfjarða fyrir yfirferðina og beinir því til Orkubúsins að bæta megi upplýsingagjöf til íbúa.
2. Hafnarsamningur - 30.mars 2004
Rætt um vörugjöld fyrir útflutning á kalkþörungum frá Bíldudalshöfn
Bæjarráð felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
3. Verklagsreglur um lífúrgang
Lögð fram tillaga að verklagsreglum fyrir lífúrgang.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglurnar.
Til kynningar
5. Auglýsing á viðbót við rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði FE-1156
Lagt fram til kynningar ákvörðun um að bæta svæðinu Trostansfjörður við rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði.
6. Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi
7. Boð um þátttöku í samráði Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar boð um þátttöku í samráði Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00