Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. janúar 2026 og hófst hann kl. 13:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Orkubú Vestfjarða - Rafmagnsleysi og tjón af því
Farið yfir stöðu sem upp kom í kjölfar rafmagnsleysis í Tálknafirði þann 31. des sl. og næstu aðgerðir í framhaldi af því.
Elías Jónatansson orkubússtjóri og Halldór Magnússon framkvæmdarstjóri orkusviðs frá Orkubúi Vestfjarða sátu fundinn undir liðnum.
Bæjarráð þakkar Orkubúi Vestfjarða fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Unnið er að því að útvega varanlega lausn á málinu og mun varaaflsstöð Landsnets vera starfrækt á svæðinu þar til sú lausn hefur verið tekin í notkun.
Bæjarráð telur mikilvægt að tryggja rekstraröryggi á meðan unnið er að varanlegri lausn og verður staðsetning varaaflsstöðvarinnar lagfærð við fyrsta tækifæri.
Jafnframt ítrekar bæjarráð þá afstöðu sína að upplýsingagjöf til íbúa þurfi að vera skýr, sérstaklega þegar um er að ræða aðgerðir sem hafa áhrif á daglegt líf og öryggi íbúa. Bæjarráð hvetur því til þess að verklag um upplýsingamiðlun verði endurskoðað og bætt eftir föngum.
2. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 - Bíldudalur - Brjánslækur - Patreksfjörður - Tálknafjörður - Vesturbyggð
Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins dags. 18. desember 2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum.
Jenný Lára Magnadóttir vék af fundi
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Jenný Lára Magnadóttir kom aftur inn á fundinn.
3. Fjölskyldusvið
Magnús Arnar Sveinbjörnsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir málefni sviðsins
Bæjarráð þakkar yfirferðina.
4. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir
Skipan nýs varamanns samkvæmt niðurstöðum kosninga vorið 2024 í heimastjórn Patreksfjarðar í stað Jóns Árnasonar sem hefur tekið sæti í bæjarstjórn.
Bæjarráð skipar Smára Gestsson sem annan varamann í heimastjórn Patreksfjarðar í samræmi við niðurstöður kosninga.
5. Lántökur ársins 2026
Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2026 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 455 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2026 og er tekið til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2026 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011
Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
6. Hafnarsvæði Patrekshafnar, ósk um lageringu á steypumöl.
Erindi frá Flakkaranum ehf, dags. 18. desember 2025. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að lagera steypumöl á eyri utan við oddann á Patreksfirði. Áformað er að flytja til svæðisins 4-6.000m3 af steypuöl sem ætluð er í brúargerð á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit. Verkefnið er unnið með L.N.S. sem er aðalverktaki við brúargerðina. Stefnt er að því að keyra efninu sem fyrst á verkstað eða eftir því sem veður leyfir.
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarráð mun, í samstarfi við framkvæmdaraðila, tryggja að upplýsingagjöf til íbúa verði góð og regluleg á meðan framkvæmdir og flutningar standa yfir.
Jafnframt er lögð áhersla á að fyllsta öryggis sé gætt á meðan á flutningum stendur og að svæðið verði tæmt eigi síðar en fyrir byrjun maí næstkomandi.
7. Velferðarþjónusta Vestfjarða
Lagður fyrir til staðfestingar viðauki I við samning um velferðaþjónustu Vestfjarða.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.
8. Duftgarður
Lögð fram beiðni frá Sóknarnefnd Stóra- Laugardalssóknar um undirbúning að duftgarði í Tálknafirði dags. 31. október 2025.
Samkvæmt deiliskipulagi Þinghóls sem samþykkt var í heimastjórn Tálknafjarðar þann 3. apríl 2025 er gert ráð fyrir 0,41 ha kirkjugarði norðan við kirkjuna. Jenný Lára vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð tók jákvætt í erindið á 16. fundi sínum þann 18. desember og vísaði því áfram til bæjarráðs Vesturbyggðar.
Elfar Steinn karlsson byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðnum.
Jenný Lára Magnadóttir vék af fundi
Bæjarráð felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs að vinna málið áfram og kostnaðarmeta og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Jenný Lára Magnadóttir kom aftur inn á fundinn.
Til kynningar
9. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum ( markmið,kostnaður, nýting eigna o.fl.) og um breytingu á lögum Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda).
10. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar
11. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar fundargerð 991. fundar stjórnar Sambandsins frá 12. desember 2025.
12. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti
Lögð fram til kynningar þinggerð 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem haldið var þann 16. og 17. september
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00