Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #44

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. janúar 2026 og hófst hann kl. 14:30

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 - Bíldudalur - Brjánslækur - Patreksfjörður - Tálknafjörður - Vesturbyggð

Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins dags. 18. desember 2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026.

Bæjarráð tók málið fyrir á 43. fundi sínum þann 13. janúar sl. þar sem bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram.

Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum
Jenný Lára Magnadóttir vék af fundi undir liðnum.

Farið yfir drög að sérrreglum, bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn.

Jenný Lára Magnadóttir kom aftur inná fundinn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Almenningssamgöngur í Vesturbyggð

Farið yfir stöðu almenningssamgangna í Vesturbyggð

Frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin Tálknafjörður og Vesturbyggð, nú sameinað sveitarfélag, staðið að almenningssamgöngum milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals með styrk frá Vegagerðinni. Farnar hafa verið þrjár ferðir á dag, ein morgunferð og tvær ferðir seinni part dags alla virka daga. Vegagerðin hefur nú sagt að þeir munu ekki styrkja verkefnið sökum þess að hún telur þær heyra undir innanbæjarsamgöngur og því alfarið á forræði sveitarfélagsins en það eru rök sem sveitarfélagið hefur harðlega mótmælt.

Í gildandi stefnu stjórnvalda segir að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna milli byggða og er Vegagerðinni falin framkvæmd stefnunnur. Í nýrri samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram segir að almenningssamgöngur á landsbyggðinni skulu efldar og tekið skuli mið af samgönguþörf sem skapast vegna sameiningar sveitarfélaga.

Byggðakjarnarnir Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur eru landfræðilega aðskildir, tengjast með löngum og erfiðum fjallvegum og mynda sameiginlegt vinnu,- skóla,- og þjónustusvæði.

Þessi leið hefur því öll einkenni almenningssamgangna milli byggða, óháð því hvort sveitarfélagamörk liggi þar á milli eða ekki. Að skilgreina slíkar ferðir sem „innanbæjarsamgöngur“ er hvorki í samræmi við efnislegar aðstæður, raunverulegar ferðavenjur né stefnu stjórnvalda.

Samningur við verktaka rennur út í lok febrúar. Samkvæmt útboði er heimild til þess að framlengja samninginn um eitt ár að hámarki tvisvar sinnum.

Þar sem styrkurinn frá Vegagerðinni fellur niður eru fjárhagslegar forsendur til að halda verkefninu áfram brostnar og munu því allar ferðir falla niður frá og með 1. mars nk.

Bæjaráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu Vegagerðarinnar.

Til skoðunar er hvað mun taka við eftir 1. mars en útséð er með að farnar verði reglubundnar ferðir með óbreyttum hætti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tilkynning til Vesturbyggðar - ósk um álit vegna lokunar Siglunesvegar nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja.

Lögð fyrir beiðni landeigenda að Siglunesvegi á Barðaströnd um heimild sveitarfélagsins til þess að loka veginum fyrir almennri umferð.

Vesturbyggð heimilar landeigendum að loka veginum fyrir almennri bílaumferð. Tryggt skal vera að umferð gangandi og hjólandi komist um veginn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2026

Lagður fyrir tölvupóstur frá Atvinnuvegaráðuneytinu þar sem fram kemur að opnað hafi verið fyrir umsóknir til sjóðsins fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar nk. Í póstinum kemur fram að stjórn Fiskeldissjóðs hafi samþykkt ný skilyrði um styrkveitingar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og óska eftir fundi með Fiskeldissjóði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Menningar- og ferðamálafulltrúi

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi fer yfir málefni er varða menningar- og ferðamál.

Bæjarráð þakkar Valgerði yfirferðina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi

Lögð fram áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi

Bæjarstjóra falið að vinna að umsögn sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Matvælastofnun með auglýsingu með tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði. Breytingin snýr að stærð seiða við útsetningu

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Handhafabreyting á starfsleyfi frá Arctic Smolt til Arctic Sea Farm

Tölvupóstur lagður fram til kynningar frá Umhverfis- og orkustofnun vegna handhafabreytingu á starfsleyfi Arctic Smolt til Arctic Sea Farm

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fundargerðir 2025 Hafnasambands Íslands

Lagt fram til kynningar fundargerðir 476., 477. og 478. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. október, 18. nóvember og 3. desember 2025.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Framtíðin og íslenskar hafnir skýrsla

Lögð fram til kynningar skýrslan "Framtíðin og íslenskar hafnir?

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00