Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #45

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. janúar 2026 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ungmennaráð Vestfjarða

Rætt um málefni ungmennaráðs Vestfjarða

Hildur Ása Gísladóttir og Andrés Páll Ásgeirsson fulltrúar úr ungmennaráði Vestfjarða og Erna Lea Bergsteinsdóttir frá Vestfjarðastofu sátu fundinn undir liðnum.

Vesturbyggð tekur undir mikilvægi þess að rödd ungmenna í sveitarfélaginu heyrist og hvetur ungmennaráð Vestfjarða til að halda áfram að láta sig málefni samfélagsins varða.

Bæjarráð þakkar fulltrúunum fyrir gott samtal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samgönguáætlun 2026-2040

Lagðar fram bókanir heimastjórna varðandi samgönguáætlun 2026-2040

Bæjaráð tekur undir bókanir heimastjórnanna og þakkar þeim fyrir góða vinnu.

Vesturbyggð mun nýta bókanir heimastjóra í umsögn sinni við frumvarp um samgönguáætlun 2026-2040 sem nú er í vinnslu og verður lögð fyrir í bæjarráði.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Patrekshöfn - Skemmtiferðaskip

Rætt um markaðssetningu Patrekshafnar fyrir skemmtiferðaskip

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi og Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sátu fundinn undir liðnum.

Vesturbyggð mun senda fulltrúa á sýninguna Seatreade Cruise Global í Miami sem fram fer í apríl nk. sem og aðalfund Cruise Iceland og ráðstefnu Crurse Europe sem haldnar verða í Reykjavík í vor.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Endurskoðun úthlutunarreglna styrkja til menningar- og ferðamála

Lögð fram drög að endurskoðuðum úthlutunarreglum vegna styrkja til menningar- og ferðamála.

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.

Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna áfram að útfærslu reglnanna í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar

Lögð fram til kynningar fundargerð 239 Breiðafjarðarnefndar frá desember 2025

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Drög að frumvarpi til laga um lagareldi

Lagt fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar um frumvarp um lagareldi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20