Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 28. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Fundargerð
Fundargerðin er í 2. töluliðum.
Til máls tóku: HT, bæjarstjóri og forseti.
1.tölul. Grenjavinnsla 2017. Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnu- og menningarráðs um ráðningu grenjaskyttna 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er í 14. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, bæjarstjóri, HS.
GBS lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 10. tölul. dagskrár vegna tengsla við aðila máls.
1.tölul. Bjarni S. Hákonarson ? stofnun lóða úr landi Haga og Grænhóls. Bæjarstjórn samþykkir stofnun 3ja lóða úr landi Haga (139802) og Grænhóls (139801) og felur byggingarfulltrúa að vinna málið frekar.
2.tölul. Þorgerður Einarsdóttir - umsókn um lóð við Aðalstræti 131. Bæjarstjórn samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar að Aðalstræti 131, Patreksfirði til Þorgerðar Einarsdóttur.
8.tölul. Ískalk ehf ? umsókn um lóð undir raðhús við Tjarnarbraut. Bæjarstjórn samþykkir úthlutun byggingarlóðar við Tjarnarbraut, Bíldudal á svæði milli leikskóla (Tjarnarbraut 11) og Tjarnarbrautar 17 til Ískalks ehf. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að útfæra lóðir á framangreindu svæði.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð - 802
Fundargerðin er í 16. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, GBS og HT.
NÁJ lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 5.tölul. dagskrár.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Bæjarráð - 803
Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, HS, NÁJ, ÁS og HT.
1.tölul. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Bæjarráð - 804
Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, bæjarstjóri, HT, GBS og HS.
1.tölul. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2017.
2.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017 - gjaldskrá húsaleigu. Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á leigugjaldi íbúða í eigu sveitarfélagsins.
4.tölul. Íbúðalánasjóður - fasteignir til sölu í Vesturbyggð. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að tilkynna Íbúðalánasjóði að sveitarfélagið hafi ekki áhuga á að kaupa fimm íbúðir sem því eru boðnar til kaups.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fræðslu og æskulýðsráð - 34
Fundargerðin er í 11. töluliðum.
Til máls tóku: GBS, ÁS, NÁJ, forseti og bæjarstjóri.
1.tölul. Komedíuleikhúsið - beiðni um samstarfssamning 2017. Bæjarstjórn samþykkir tilboð Komedíuleikhússins að samstarfssamningi 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Almenn erindi
10. Sumarfrí bæjarstjórnar 2017.
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Í samræmi við 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 29. júní til og með 21. ágúst n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili."
Til máls tók: Forseti.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00