Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. október 2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Fundargerð
Fundargerðir til staðfestingar
3. Bæjarráð - 812
Fundargerðin er í 12. töluliðum.
Til máls tóku: ÁS, NÁJ, forseti, MJ, HS, bæjarstjóri og HT.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fræðslu og æskulýðsráð - 36
Fundargerðin er í 10. töluliðum.
Til máls tóku: HT, ÁS, forseti og HS.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7. Skipulags og umhverfisráð - 39
Fundargerðin er í 3. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, MJ, HT, bæjarstjóri og NÁJ.
1.tölul. Salernisaðstaða að Brunnum, Látravík.
Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð. Framkvæmdin felur í sér lagningu rafstrengs á um 800 m kafla frá raflínu á fjalli að salernishúsum við Brunna, Látravík. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu lagnarinnar. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í október 2017 og taki u.þ.b. mánuð í vinnslu. Beðið er umsagnar Minjastofnunar vegna minja sem eru á svæðinu.
Bæjarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið til samræmis við ákvæði 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
8. Skipulags og umhverfisráð - 40
Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tóku: MJ og forseti.
2.tölul. Reykhólahreppur. Breyting á aðalskipulagi, umsagnarbeiðni.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar styður fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps og gerir ekki athugasemd við framlagða lýsingu, en þar er gert ráð fyrir breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýjum efnistökusvæðum.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar telur að nú sé nóg komið af orðræðu og töfum í þessu áratuga gamla máli og gerir þá kröfu að framkvæmdir hefjist án frekari tafa.
Bæjarstjórn styður sk. ÞH-leið Vegagerðarinnar um Teigsskóg enda sé þar verið að fórna minniháttar hagsmunum fyrir hagsmuni heils landshluta.
3.tölul. Skipulagsstofnun - ofanflóðavarnir á Patreksfirði; Urðargata, Hólar og Mýrar.
Með bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. september 2017 er óskað umsagnar Vesturbyggðar um tillögu að matsáætlun um ofanflóðavarnir á Patreksfirði í samræmi við 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Tilgangur framkvæmdar er fyrst og fremst að bæta öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum, en samkvæmt hættumati Veðurstofu Íslands (2003) kemur fram að stór hluti byggðarinnar er inná hættusvæði vegna snjóflóða m.a. svæðin Vatneyri, Klif og Geirseyri.
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 15 gr. reglugerðar nr. 660/2015.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar telur að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum enda um umfangsmiklar framkvæmdir að ræða sem munu hafa miklar ásýndarbreytingar í för með sér. Vísað er einnig því til fulltingis í fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matskyldu um sambærileg mál.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill benda á að kanna þurfi mikilvægi jarðsigs á nærliggjandi hús með tilkomu varnargarða en hvergi er þess getið t.a.m. í kafla 7.2 í tillögu að matsáætlun. Bent er nauðsyn þess að beisla vatnsaga úr fjallshlíðum á áhrifasvæði varnargarðanna. Þessi umfjöllun á t.d. heima undir umhverfisþættinum öryggi.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Almenn erindi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25