Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #315

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Fundargerð

1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2.

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6.

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8.

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til staðfestingar

3. Bæjarráð - 816

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: MJ, forseti, HT, bæjarstjóri, GBS, ÁS og NÁJ.
6.tölul. Örn Hermann Jónsson - Urðargata 20.
Bæjarstjórn vísar erindinu til bæjarráðs í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar á 1. tölul. fundargerðar 820. fundar bæjarráðs um reglur um menningarstyrki Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bæjarráð - 817

Fundargerðin er í 2. töluliðum.
Til máls tóku: HT og forseti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bæjarráð - 818

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, MJ og forseti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Bæjarráð - 820

Fundargerðin er í 10. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, MJ, GBS, HT og bæjarstjóri.
Halldór Traustason lét bóka að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 5. tölul. dagskrár vegna tengsla við aðila máls.
1.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017, reglur um menningarstyrki Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um menningarstyrki Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
2.tölul. Ráðning forstöðumanns þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir samhljóða ráðningu Siggeirs Guðnasonar í stöðu forstöðumanns þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði og að núverandi forstöðumaður verði starfsmaður veitna (vatnsveitu og fráveitu) Vesturbyggðar.
8.tölul. Breiðafjarðarferjan Baldur - áætlun.
Nú liggur fyrir að þjónusta Breiðafjarðarferjunnar Baldurs leggst niður um margra vikna skeið vegna alvarlegrar bilunar í vélbúnaði skipsins. Baldur er á vetrum lífæð samgangna fyrir sunnanverða Vestfirði en umferð flutningabifreiða inn og útaf svæðinu er vikulega rúmlega 100 bílar auk annarra umferðar. Þessi alvarlega röskun á samgöngum í landshlutanum veldur tjóni og óþægindum fyrir fyrirtæki og íbúa og því þarf að auka verulega vetrarþjónustu á vegakerfi sunnanverðra Vestfjarða.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að önnur nýrri og betri ferja verði keypt til að leysa Baldur af hólmi, ferja sem svarar kröfum nútímans.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bæjarráð - 822

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og GBS.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fræðslu og æskulýðsráð - 37

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, HT, GBS og bæjarstjóri.
1.tölul. Leikskólareglur.
Bæjarstjórn vísar tillögum að leikskólareglum til fræðsluráðs sem endurskoði ákvæði 3.gr. reglnanna.
2.tölul. Reglur um skólaakstur.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur að reglum um skólaakstur.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Hafnarstjórn - 156

Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
5.tölul. Deiliskipulag hafnarsvæðis Patreksfirði. Ósk um breytingu.
Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í grenndarkynningu samkvæmt bókun hafnarstjórnar og gildir frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum til 15. desember nk.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Skipulags og umhverfisráð - 41

Fundargerðin er í 4. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og MJ.
2.tölul. Kattahald í Vesturbyggð.
Lögð fram tillaga að samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í Vesturbyggð á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis.
Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í Vesturbyggð á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

13. Fjárhagsáætlun 2018.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2018, 4ra ára áætlun 2018-2021, álagningu skatta og álagningarstuðla, þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2018 til ellilífeyrisþega og öryrkja, styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og greiðslur fyrir nefndarstörf 2018.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2018:
Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,470%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphirðugjald ? íbúðarhúsnæði í þéttbýli 19.600 kr. á grátunnu
Sorphirðugjald ? íbúðarhúsnæði í dreifbýli 19.600 kr. á grátunnu
Sorphirðugjald ? íbúðarhúsnæði í þéttbýli 7.250 kr. á blátunnu
Sorphirðugjald ? landbúnaðarplast 15.600 kr.
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 30.950 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 22.500 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 5. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021 til seinni umræðu sem verður fimmtudaginn 7. desember nk. kl. 18:00 í Baldurshaga, Bíldudal.

Málsnúmer20

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00