Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. maí 2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Fundargerð
Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: NÁJ, GBS og forseti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, HS, MJ, ÁS og HT.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð - 834
Fundargerðin er í 12. töluliðum.
Halldór Traustason, Hjörtur Sigurðsson og Ásgeir Sveinsson létu bóka að þeir hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 7. tölul. dagskrár, fyrri málslið, vegna tengsla við aðila máls.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁS, NÁJ og forseti.
2.tölul. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 4,5 millj.kr. vegna viðhaldsverkefna á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti.
6.tölul. Samningur um sorphirðu. Bæjarstjórn samþykkir uppsögn samnings við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Bæjarráð - 835
Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tók: ÁS.
3.tölul. Embætti byggingarfulltrúa Vesturbyggðar. Bæjarstjórn samþykkir ráðningu Elfars St. Karlssonar, forstm. tæknideildar sem nýjan byggingarfulltrúa Vesturbyggðar. Bæjarstjórn Vesturbyggðar þakkar Árna Traustasyni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins á undangengnum árum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Almenn erindi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20